fbpx

HÁRBANDIÐ ER INN

SHOPTREND

Árið 2018 munum við allar draga fram hárbandið og ég kann vel að meta það. Myndirnar að neðan eru frá sænskum sýningum á tískuvikunni í Stokkhólmi í lok janúar. Þær seldu mér trendið á staðnum en bæði merkin eru í uppáhaldi þó þau fáist því miður ekki á Íslandi. STYLEEIN fékk góða dóma fyrir vel heppnaða haustlínu (baksviðsmyndin) – einföld með twisti eins og ég er svo hrifin af. Totéme, fatamerki Elinar Kling, er síðan eitt af mínum uppáhalds og virðist vera alveg með hlutina á hreinu.

Totéme AW18

STYLEIN AW18

Síðustu daga hef ég sjálf verið að vinna með þennan ágæta fylgihlut og fengið fyrir það hrós frá ykkur á Instagram. Flestar fyrirspurnirnar fékk ég þegar ég bar mitt frá Lindex en sambærileg finnið þið í H&M, Vila og alveg örugglega í fleiri verslunum.

En Svíarnir eru ekki einir um að sýna okkur hárbandið árið 2018 því MIU MIU, Balanciaga og fleiri hafa einnig verið að vinna með sama lúkk á pöllunum.

MiuMiu AW18

Eru þetta næstu kaup? Einfalt, ódýrt og fallegt að mínu mati, getur gert mikið fyrir einfalt lúkk.

//
A simple hairband seems to be one of the trends 2018. Some years ago everybody was wearing it and now it’s back if you follow the big brands.

I was wearing mine from Lindex on their event last week and it got a lot of attention. Dear to wear it!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

VÁ HJÁ VICTORIU BECKHAM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    13. February 2018

    Langar svo í!x