fbpx

SÆNSKA SÆLAN

HOMELÍFIÐ

Þegar við fjölskyldan fluttum aftur til Svíþjóðar fyrir rúmum tveimur árum var planið að eiga þar aðeins lengra stopp. Þessvegna réðumst við í það að kaupa okkar fyrstu eign erlendis en hingað til höfðum við leigt þau heimili sem við höfum búið í. Það hefur farið ó svo vel um okkur í sænsku sælunni en nú fer að líða að kveðjustund.

Garðurinn er í mestu uppáhaldi en þar er mikill gróður, ræktun og friður fyrir áreiti, enginn sér þangað inn, algjör draumur og það sem ég mun sakna allra mest við þetta heimili.

Ég ákvað að taka nokkrar myndir um helgina (þó bara á símann) þegar fasteignasalinn mætti með sinn ljósmyndara til að undirbúa sölu á húsinu. Við höldum því enn opnu að leigja út húsið en viljum ekki hvern sem er undir þakið. Ég er alveg miður mín yfir því að þurfa að kveðja heimilið, þó ég hlakki til næsta kafla í Danmörku.

100 (!) ára gamla húsið er bara alveg ágætt <3 á mikið í mínu hjarta.

//

When we moved to Sweden our plan was to stay for a while. That’s why we bought our first house and we have been so happy in this 100 year old charming house in the middle of Kristianstad. The garden is my favorite and I will miss it so much.

I took some photos on my phone when the photographer from the real estate came last week. I will miss you Tvärstigen !

Ég hef oft sagt ykkur að ég horfi á bloggið sem einskonar dagbók. Það verður því gott að fletta upp þessum pósti seinna í lífinu – myndir eru minningar og á þessu heimili höfum við skapað margar slíkar.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

CPHFW LÚKK

Skrifa Innlegg