fbpx

REYKJAVÍKURNÆTUR: TIPS

LÍFIÐ

Góðan daginn mánudagur!

Á laugardagskvöldið átti ég góða stund með nokkrum vinkonum. Þetta var rólegt kvöld þar sem að ég fylgdis með næturlífinu úr fjarska. Tók ekki þátt í þetta skiptið. Er bara alls ekki nógu dugleg við slíkt uppá síðkastið. Allavega. Ég er með tips. Mikilvægt tips sem að ég vona að komist til skila.

Ég sá allt allt of margar stúlkur of fáklæddar utandyra. Í hitastigi eins og það er hér á klakanum þessa dagana þá passar það engan veginn.
Ég fór að hugsa ástæðuna fyrir þessu en finn hana ekki. Það er bara þannig!

DSCF1537 DSCF1540

Húfa: H&M
Ullarkápa: DDP
Buxur: Selected
Skór: 67

Mín skoðun:
Það er ekki kúl að vera skjálfandi í biðröðum eða berleggja við núll gráðurnar. Klæðum okkur eftir veðri. Það er vel hægt að vera upp strílaður undi vetrarkápunni en í guðanna bænum veljið hana fram yfir sumarjakkana sem að eiga að vera vel geymdir inni í skáp á þessum tíma árs.

Tips frá mér til ykkar sem að ég ætla líka að passa uppá að nýta mér.

Góðar stundir. Bráðum fer að vora ….. Okkur hlakkar öllum til!

xx,-EG-.

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

13 Skilaboð

  1. Bergdís Inga

    6. January 2014

    Gott innlegg. Á veturna geng ég reglulega í ullarnærfötum undir sokkabuxunum/ leggings. Ég nota líka alltaf ullarinnlegg í skónum, en þau keypti ég á mörkuðum i Berlín fyrir ekki mikinn pening. Innleggin hafa alveg bjargað mér í kuldanum í Evrópu.
    Ég hef lengi leitað að ullarnærbol (eins og maður var í þegar maður var lítill), en ég var svo heppin að fá þannig í jólagjöf. Finnst það algjör snilld, þar sem maður getur verið í honum undir hverju sem er og enginn tekur eftir því, því hann er ekki með ermum og ekki með kraga.

  2. Adda

    6. January 2014

    vá hvað ég er sammála þér! það er ekkert minna töff en að klæða sig ekki eftir veðri. Farmers Market er líka með gott úrval af ullarnærfötum (bolirnir eru meira að segja með blúndu) og ég sá að þau eru líka farin að framleiða ullarnærkjóla-svo það er engin afsökun lengur :)

  3. Lísa

    6. January 2014

    Góð pæling og alveg rétt að alla jafna er ekki svalt að vera kalt – hins vegar hafa margar/margir brennt sig á því að þegar maður fer í dansinn á skemmtistöðunum þá þarf að leggja frá sér yfirhafnirnar og ég hef sjálf lent í því að yfirhöfn sem mér þótti vænt um var stolið – það gæti verið skýring?

    • Elísabet Gunn

      6. January 2014

      Það er reyndar ágæt pæling …. auðvitað rosalega leiðinlegt að lenda í því. Þá þarf bara að herða fatahengin á stöðunum frekar en að frjósa úr kulda yfir vetrartímann :)

  4. Helga

    6. January 2014

    Ein pæling, hvar fást flottar vetrarkápur á Íslandi?
    Er búin að leita mikið erlendis en hef aldrei fundið einhverja sem ég er nógu ánægð með.

    • Elísabet Gunnars

      6. January 2014

      Ég get mælt með kápum frá JÖR, AndreA Boutique, Lindex, Zöru og að ég held frá Vero Moda líka. Tékk it :) Þetta eru þeir staðir sem að ég veit að eru með úrval. Þarna hefur þú líka kápur í öllum verðflokkum.

  5. Thorunn

    6. January 2014

    Það er bara svo gaman að geta loksins klætt sig í öll fötin sem maður á og endalaust af layers :)

  6. Karen Lind

    7. January 2014

    Við vinirnir vorum einmitt að ræða þetta um daginn.. við skutumst inn á Kalda bar, og þá mættum við ca. tvítugri berleggja stúlku á kjól.. við vorum bæði í yfirhöfnum með húfu, enda frost! hahah…

    • Elísabet Gunnars

      7. January 2014

      Getur verið stórhættulegt.

  7. Sigríður Erla

    7. January 2014

    Góð pæling! Ég og vinkonur mínar höfum oft rætt þetta. Skemmtistaðir á landinu þyrftu klárlega að koma upp betri aðstöðu til þess að geyma yfirhafnir. Það þyrfti ekki að kosta mikið, einungis 200 kr og þá væri hægt að koma í hlýjum yfirhöfnum á skemmtistaði án þess að hafa áhyggjur :)

  8. Birgitta

    7. January 2014

    Vá ég er svo sammála! Að mínu mati langmesta stílbrotið að klæða sig ekki eftir veðri!