Góðan daginn mánudagur!
Á laugardagskvöldið átti ég góða stund með nokkrum vinkonum. Þetta var rólegt kvöld þar sem að ég fylgdis með næturlífinu úr fjarska. Tók ekki þátt í þetta skiptið. Er bara alls ekki nógu dugleg við slíkt uppá síðkastið. Allavega. Ég er með tips. Mikilvægt tips sem að ég vona að komist til skila.
Ég sá allt allt of margar stúlkur of fáklæddar utandyra. Í hitastigi eins og það er hér á klakanum þessa dagana þá passar það engan veginn.
Ég fór að hugsa ástæðuna fyrir þessu en finn hana ekki. Það er bara þannig!
Húfa: H&M
Ullarkápa: DDP
Buxur: Selected
Skór: 67
Mín skoðun:
Það er ekki kúl að vera skjálfandi í biðröðum eða berleggja við núll gráðurnar. Klæðum okkur eftir veðri. Það er vel hægt að vera upp strílaður undi vetrarkápunni en í guðanna bænum veljið hana fram yfir sumarjakkana sem að eiga að vera vel geymdir inni í skáp á þessum tíma árs.
Tips frá mér til ykkar sem að ég ætla líka að passa uppá að nýta mér.
Góðar stundir. Bráðum fer að vora ….. Okkur hlakkar öllum til!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg