fbpx

GLEÐILEG JÓL Í RAMMAGERÐINNI

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSHOP

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Rammagerðina

 JÓL. Það eru komin allmörg ár frá því að ég flutti af landi brott og byrjaði að halda jólin hér hinu megin við hafið. Ég kann vel að meta það og við fjölskyldan höfum skapað okkar eigin jólahefðir í notalegheitum erlendis. Auðvitað saknar maður vina og fjölskyldu á Íslandi en sem betur fer hjálpar tæknin við það að geta haldið sambandi við fólkið sitt, alltaf betur og betur ..

Það er eitt sem ég sakna alltaf mest á þessum árstíma en það er samveran á Aðventunni, kaffihúsaheimsóknirnar, spilakvöldin
og röltið niður jólalegan Skólavörðustíginn dagana fyrir jól. Þó að Strikið sé ágætt þá er það ekkert í líkingu við jólastemninguna sem skapast á Íslandi, allavega ekki fyrir Íslending eins og mig.

Þegar ég var á landinu í byrjun desember heimsótti ég verslun Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg sem tók nýlega á sig ferska mynd.

Rammagerðin er rammíslensk gjafavöruverslun sem leggur áherslu á íslenska hönnun og handverk. Rammagerðin var stofnuð árið 1940 og hefur því áratuga reynslu í sínum flokki –  íslenskt já takk. Þar er megináhersla lögð á að selja hönnun og handverk frá hundruðum aðila um allt land.

Ég var svo hrifin af gluggaútstillingunni sem birtir gamlar myndir af kröftugum konum fyrir
aftan vel uppstillta íslenska hönnun ..

Ilmkerti Rammagerðarinnar koma í þremur ilmtegundum.
Kertin koma í einstaklega fallegum hendgerðum glösum sem er hægt að endurnýta þegar kertið er búið að brenna niður.
Fæst: HÉR

Klassíski kollurinn eftir Sigurð Má sést hér í tveimur litum en enginn er eins og því er sjón sögu ríkari. Undirtuð er með tásurnar á einum slíkum þegar þessi færsla er skifuð, við fengum okkar í brúðkaupsgjöf og höldum mikið upp á.
Fæst: HÉR

heimili, ný útkomin bók eftir hæfileikahjónin Gunnar Sverrisson og Höllu Báru Gestsdóttir
Sjáið glitta í kertin hér að ofan líka ..

Ragna Ragnars – verðlaunahönnuður
Allir fá þá eitthvað fallegt ..

Íslensk ull fyrir stóra og smáa í boði Farmers Market. Finnst þetta alltaf svo fallegir ungbarnagallar.

Lampi: Ragnheiður Ingunn
Og það varð ljós.

En nú  vandast valið ….
Úllen dúllen doff 

Enginn einn er eins og við finnum allskonar verðbil.

Vigdís, bók um okkar mestu kvenfyrirmynd – dásamlegar teikningar eftir Rán Flygenring
Fæst: HÉR

Endurhönnun frá Milla Snorrrason
Fæst: HÉR

Æ svo ánægjuleg jólaheimsókn í fallegri verslun sem er staðsett á uppáhalds götunni minni, Skólavörðustíg. Vefverslun Rammagerðarinnar er alltaf opin en vefverslunin sýnir ekki allt það úrval sem finna má í verslun.
Hér að neðan má finna samantekt af vörum sem ég kann sjálf vel að meta. Njótið vel.

Peysa: Milla Snorrason í samstarfi við Rammagerðina hóf endursölu á þessum vinsælu peysum. Skoðið nánar HÉR
Teppi: Rólegur kúreki … Teppi eftir Önnu Þórunni. Fæst HÉR
Fuzzy kollur eftir Sigurð Má fæst: HÉR
Bliss vasinn er til í nokkrum litum, fæst: HÉR
Þið munið líklega eftir þessari íslensku dásemdar sæng? Embla heilsárs sæng fæst: HÉR
Bál, Fíkjur eða Blóðgreip? Veldu þína uppáhalds lykt: HÉR
Ullargallinn frá Farmers Market fyrir minnsta fólkið okkar
Rauðir jólasokkar í pakkann hennar? Eða hans? Þessir eru frá BAHNS
Farmers Market klúturinn
er á mínum óskalista
LÍF ertu að grínast? Nei maður spyr sig reglulega þetta árið. Plakatið fæst: HÉR
Ó þessir lampar, eftir Ragnheiði Ingunni, hver og einn er einstakur og þeir fást einungis í verslun Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg – sjón er sögu ríkari.
Bleik eða blá barnarúmföt? Fást: HÉR frá IHANNA
TAKK þvottastykki fást HÉR
Mokkalúffur úr íslensku lambaskinni fást HÉR
VIGDÍS bók fæst HÉR
Ég hlakka svo til að taka á móti nýju ári 2021. Dagbók eftir Rakel Tómasdóttir fæst HÉR
Salka bybibi bollar, fást: HÉR

Ég mæli með miðborgarferð fyrir jólin. Andað að sér íslenskri hönnun, drukkið heitt súkkulaði, hlegið og haft gaman. Þannig  finnum við jólaandann.

Sjón er sögu ríkari. Rammagerðin á Instagram HÉR og Rammagerðin á Facebook HÉR

Happy shopping.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

DRESS: LÍTIL GJÖF SEM GLADDI

Skrifa Innlegg