fbpx

TRENDNÝTT

ÍSLENSKT UNDIR JÓLATRÉÐ

KYNNING

Trendnet gerði sér ferð í Miðborg Reykjavíkur í gær og heimsótti verslanir sem bjóða uppá íslenska hönnun. Okkur þykir það mikilvægt að styðja íslenskt um þessar mundir og mælum eindregið með að kaupa íslenska hönnun í jólapakkana. Íslensk hönnun er fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs uppgötvuðum við lista af verslunum sem selja íslenska hönnun, meira hér.

Trendnet gerði sér ferð í nokkrar af þessum verslunum í gær og ætlum við að deila með ykkur myndum frá þeim. Verslanirnar sem við kíktum í eru fjölbreyttar og ættu því að vera nóg af jólagjafahugmyndum fyrir konuna, manninn, ömmu, afa, börnin, heimilið, fagurkerann osfrv.

FARMERS MARKET
Farmers Market er bæði staðsett á Granda og á Laugaveginum. Þar finnur þú m.a. ullarflíkur, húfur, vettlinga og dásamlega sokka fyrir litlar sem stórar fætur.

Skoðið Farmers Market hér.

KIOSK REYKJAVIK
Kiosk er staðsett á Granda. Þar er hægt að finna vörur eftir marga íslenska hönnuði þ.á.m Magnea, Hlín Reykdal, Anita Hirlekar, Andrea Maack, Hanna Whitehead, Eyglo og Spa of Iceland.

Þið getið skoðað vörurnar hjá Kiosk hér.

KALDA
Það ættu flestar konur að kannast við íslenska skómerkið KALDA.

Skoðið KALDA betur hér.

ANDREA
Fallegur fatnaður og aukahlutir. Staðsett í Hafnarfirði.

Skoðið úrvalið hjá ANDREU hér.

ORRIFINN
Skart sem fangar augað. Staðsett á Skólavörðustíg.

Skoðið skartið frá ORRAFINN hér.

AGUSTAV FURNITURE
Íslensk húsgögn, hönnun og framleiðsla. Staðsett á Skólavörðustíg.

Meira hér.

RAMMAGERÐIN
Í Rammagerðinni er fjölbreytt úrval af íslenskum vörum og úr nóg að velja í jólapakkann.

Skoðið úrvalið hjá Rammagerðinni hér.

GEYSIR
Geysi þekkjum við flest, þar er hægt að finna gæða prjónafatnað og fallegar heimilis- og lífsstílsvörur.

Úrvalið hjá Geysi getið þið skoðað hér.

VARMA
Þið finnið hágæða prjónaðar ullarvörur í VARMA. Trendnet fjallaði um popup verslun VARMA í vikunni, skoðið hér.

Skoðið VARMA betur hér.

HILDUR YEOMAN
Fallegur fatnaður, aukahlutir og lífsstílsvörur. Versluninn er nú flutt á Laugaveg, sjá hér.

 

Skoðið vefverslun YEOMAN hér.

66°Norður
Merki sem að Íslendingar þekkja vel. Útivistavörur, klæðnaður og allskyns aukahlutir.

 

Fyrir vefverslun 66°Norður, ýtið hér.

HAF STUDIO & HAF STORE
Okkar síðasta stopp var HAF STORE en þar er hægt að finna húsgögn, vörur fyrir heimilið, lífsstíls- og gjafavörur. Á efri hæð hússins er HAF STUDIO, hönnunarstofa sem hannar innréttingar, vörur, húsgögn, umbúðir, grafík ofl.

Meira um HAF STORE hér.

Vonandi hafa hugmyndirnar hér fyrir ofan komið að góðum notum en Trendnet minnir á Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, þar er hægt að sjá lista af verslunum sem selja íslenska hönnun – meira hér .

Styrkjum íslenskt um jólin.

//TRENDNET

KLIÐUR, NÝTT ÍSLENSKT SKARTGRIPAMERKI

Skrifa Innlegg