fbpx

TRENDNÝTT

KLIÐUR, NÝTT ÍSLENSKT SKARTGRIPAMERKI

FÓLKKYNNING
Kliður er skartgripalína sem fæðst hefur í þverfaglegu samstarfi á milli Júlíönnu Ósk Hafberg myndlistarkonu og hönnuðar, og Esterar Auðunsdóttur gullsmiðs.
Kliður dregur nafn sitt frá litlu ljóði sem Júlíanna hafði skrifað fyrr á árinu; “Innri kliður, líður upp og niður” og kristallast saga og tilgangur skartgripalínunnar í þeirri setningu. 
Mjúkar straumlaga línur skartgripalínunnar eiga sér upptök í hinni flæðandi leið sem líf okkar, hugsanir og tilfinningar renna eftir. Kliður er myndgerving þess að lífið er straumlínulaga, fer upp og niður og út um allt, og fagnar þannig hinu náttúrulega flæði; ófullkomnun. Kliður flæðir þannig mjúklega í kringum fingur og háls, í gegnum eyru og upp við líkamann. 
Allir hlutirnir eru handgerðir af Esteri og Júlíönnu alfarið úr 925 sterling silfri, á litlu verkstæði heima hjá Esteri í Laugardalnum, Reykjavík. Hlutirnirnir koma því í takmörkuðu upplagi og eru sumir þeirra einungis gerðir eftir pöntunum.

Myndir: Saga Sig, Förðun: Ísak Helgason
Módel: Vigdís & Elín, Sunna & Þóra, Camilo & Eydís & Chanel Björk

Við elskum þessar myndir – 




‘Það er eitthvað svo dýrmætt við litla það þegar samband okkar við lítinn hlut verður að einsskonar ritual, þegar við til dæmis eigum lítinn stein, eða skartgrip eða hlut sem við sjálf setjum einhverja merkingu í – og þannig tilfinningu. Við búum þannig til eitthvað tilfinningalegt gildi í kringum hlutinn, og tengjumst honum meira en við myndum hverjum öðrum hlut. Sem þýðir að við munum passa betur upp á hann, hlúa að honum, láta laga hann ef hann skemmist og þannig endast þessir hlutir vel, og ganga jafnvel stundum í erfðir. 
Okkur langar að skartgripirnir okkar hafi þessi áhrif. Beri þessi gildi og þessa tengingu fyrir þann sem gripinn á. Skartgripirnir segja því ákveðna sögu, eru ákveðin merking.’

 

Hægt er að fylgjast með KLIÐUR á Instagram, HÉR
Og hægt er að skoða og versla skartgripalínuna, HÉR 
Áfram Ísland.
//
TRENDNET

VARMA HEFUR OPNAÐ VERSLUN Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

Skrifa Innlegg