fbpx

TRENDNÝTT

VARMA HEFUR OPNAÐ VERSLUN Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

FÓLKKYNNINGSJÁLFBÆR TÍSKA

Talandi um að velja íslenskt í jólapakkann í ár …

VARMA hefur opnað POPUP verslun í miðbæ Reykjavíkur – Trendnet vill vita meira um málið ..

Verslun VARMA var hönnuð af arkitektinum Baldri Helga Snorrasyni og opnaði á vetrardögum í fallegu bárujárnshúsi á Skólavörðustíg 4a (þar sem iglo+indi voru áður ..)

Myndir: Anna Maggý
En hvað er VARMA?
VARMA er sjálfbært framleiðslufyrirtæki þar sem undirstaðan er íslenska ullin. Vörumerkið er hvað þekktast fyrir klassísku ullarsokkana sína, angórusokka, útvistarsokka, trefla, húfur og vettlinga. Ullarvörurnar sem seldar eru undir nafni VARMA eru til sölu víða um land, meðal annars í netverslun sinni HÉR

,,Undirstaðan í starfsemi okkar, íslenska ullin, hefur þróast í 1100 ár í köldu og norðlægu loftslagi og býr þess vegna yfir einstökum eiginleikum. Hún er létt og heldur einstaklega vel hita, andar vel og hrindir frá sér vatni. Ullin var lengi vel ein aðal útflutningsvara íslendinga og það er okkur mikill heiður að standa vörð um söguna, þetta einstaka hráefni og íslenska framleiðslu.”

,,Framleiðsluferlið við gerð ullarbands er eins vistvænt og mögulegt er. Eingöngu náttúrulegar uppsprettur eins og hreint vatn og vatnsgufa úr jarðvarma eru notaðar sem orkugjafar við framleiðslu íslenska ullarbandsins en sauðkindin sjálf, sem gefur af sér ullina, er frjáls á beit í haga á sumrin og nærist einkum á grasi sem vex á ósnortnu landi. Þegar ullin er þvegin er notkun kemískra efna og hreinsiefna haldið í algjöru lágmarki til að tryggja viðhald náttúrlegrar fitu og að ullin verði hlý, létt og vatnsþolin eins og hún er frá náttúrunnar hendi. Við vinnum engu að síður stöðugt í því að bæta áferð og mýkt ullarinnar án þess að tapa því sem ullin stendur fyrir.”

VARMA framleiðir líka fyrir aðra hönnuði en það eru vörumerkin MAGNEA og nýja línan hennar Made in Reykjavík, AD, Vík PrjónsdóttirMargrethe Odgaard fyrir EpalHullupullur og Ueli.  Allt merki sem fást undir sama þaki á Skólavörðustíg um þessar mundir.

Síðastliðin ár hefur VARMA unnið að því að þróa nýtt íslenskt lambsullarband sem er mýkra en það sem þau hafa áður unnið með, virkilega spennandi 

Þær vörur sem við megum eiga von á að finna í verslun VARMA á Skólavörðustíg –

MAGNEA

Magnea kynnti nú fyrir stuttu nýju línuna sína Made in Reykjavík, einmitt hér á Trendnet, sem er alfarið búin til á Íslandi og úr íslenskri ull. MAGNEA hefur getið sér gott orð fyrir að nota íslensku ullina á nýstárlegan hátt og opnað augu margra fyrir möguleikunum í prjóni. Nýja línan hennar af yfirhöfnun er virkilega spennandi og hefur fengið góðar viðtökur.

AD

AD er hugarfóstur fatahönnuðarins og jógakennarans Sigrúnar Höllu Unnarsdóttur. Hún hefur síðastliðin ár verið með annan fótinn í verksmiðju VARMA og hannað og framleitt kápur, peysur og kjóla úr svokölluðum dead-stock hráefni en einfaldleiki og sjálfbærni er leiðarljós vörumerkisins. AD er með peysur og trefla úr nýja íslenska lambsullarbandinu í pop up versluninni. 

VÍK PRJÓNSDÓTTIR

Vík eru að okkar mati frumkvöðlar í því að nota íslenska ull í hönnunarvörur. Þau vöktu okkur hressilega upp árið 2005 með nýrri nálgun og minntu okkur á möguleikana og verðmætin sem fólgin eru í ullinni. Treflarnir þeirra, Verndarhendur og Vængir eru klassísk hönnunarvara.

 

 

MARGRETHE ODGAARD fyrir Epal

Margrethe er danskur textíl- og lita hönnuður sem unnið hefur fyrir fyrirtæki á borð við Apple, Montana, HAY, Kvadrat, MUUTO, IKEA ofl. Henni þykir einstaklega vænt um íslensku ullina og hannaði fyrir Epal teppin BRYNJA sem eru hlý og mjúk teppi þar sem litagleðin fær að njóta sín. Margrethe fékk árið 2016 hin virtu Söderberg verðlaun.

 

 

HULLUPULLUR

Hullupullur eru fyrstu íslensku hugleiðslupúðarnir. Þeir eru prjónaðir úr íslenskri ull, saumaðir á saumaverkstæði Írisar og fylltir með lífrænu byggi frá Vallanesi. Virkilega flottur valkostur fyrir jóga- og hugleiðslu iðkendur. Púðarnir eru hannaðir af Áskeli Jónssyni og Arnóri Sigurgeiri Þrastarsyni. 


Ueli

Ueli er danskt arkitektrar- og hönnunarstúdíó stofnað af Ulrike Marie Steen. Ueli leitast við að vinna með staðbundið hráefni og framleiðendur ásamt því að vinna í sögu og menningarlegu samhengi. Að þessu sinni eru Ueli að setja upplifun af íslenskri náttúru og áferð hennar í nýtt samhengi og útkoman eru fallegu teppi sem bera nafnið Mótíf, Landscape memoir.

Innlit í verslun –

 

Mynd úr verslun VARMA á Skólavörðustíg 4a
Opnunartímar eru sem hér segir –
Virkir dagar 12-18
Til hamingju með nýju ullar-verslunina VARMA.
Verslum íslenskt, áfram Ísland!
//
TRENDNET

VELJUM ÍSLENSKT UM JÓLIN

Skrifa Innlegg