H&M á Íslandi bauð mér á viðburðinn
Þið sem fylgist með mér á Instagram vitið að ég er stödd í Oslo þar sem fram fór kynning á Giambattista Valli fatalínunni fyrir H&M, í gærkvöldi. Fatalína sem Trendnet skrifaði um HÉR – þegar stórstjörnur sögðu frá fréttinni á Ítalíu. Ég hvet ykkur til að skoða þá færslu til að sjá draumaflíkur úr samstarfslínunni.
Nú er komið að því að línan fari í sölu – þann 7.nóvember, þar á meðal í H&M Smáralind.
Viðburðurinn var haldinn á Vigeland Museum þar sem gestir fengu túr í gegnum safnið með leikrænni tjáningu þekkts leikara. Flíkurnar úr línunni voru settar fallega upp hér og þar um safnið og listrænir dansarar dönsuðu í kringum okkur og náðu að gera upplifunina tilfinningaríka.
Túrinn endaði svo í þriggja rétta máltíð á drauma langborði þar sem ég fékk bestu sætisfélagana, en það voru þau Anna Margrét frá H&M, Kolbrún Anna og Helgi okkar Ómars sem voru í íslensku mafíunni að þessu sinni – heppin ég.
Það hafa verið að hrynja inn spurningar um toppinn sem ég klæddist í kvöldmatnum en sá er úr Concious fatalínu H&M sem fór í sölu í haust. Mér finnst alltaf viðeigandi að velja fatnað frá þeirri verslun eða vörumerki sem bíður mér á viðburð hverju sinni þegar ég þigg svona boð og ég hélt því í þá hefð og klæddist H&M frá toppi til táar.
Toppur: H&M Concious, Eyrnalokkar: H&M, Buxur: H&M Trend (til núna), Skór: Manolo Blahnik
Takk fyrir mig, elsku H&M vinir og norsku snillingar.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg