fbpx

TRENDNÝTT

 • Flokkar

 • Kendall Jenner og Chiara Ferragni kynna nýjasta hönnunarsamstarf H&M

  Næsta hönnunarsamstarf H&M er með hinum ítalska Giambattista Valli. Hönnuðurinn er þekktur fyrir auga sitt fyrir fegurð og glæsileika. Samstarfið var tilkynnt í amfAR-galaveislunni í Cannes þar sem ofurfyrirsætan Kendall Jenner, tískubloggarinn Chiara Ferragni, Bianca Brandolini og Ross Lynch voru á staðnum í ómissandi og glæsilegum flíkum úr einstakri forútgáfu vörulínunnar sem seld verður í takmörkuðu upplagi í netverslun H&M. Aðallínan Giambattista Valli x H&M kemur í verslanir um allan heim, þar á meðal í H&M Smáralind þann 7. nóvember 2019.

  Valli er kannski ekki svo kunnugur Íslendingum en hann hefur verið kallaður Haute Couture Master og er kannski þekktastur fyrir hönnun sína á kjólum fyrir stjörnur á borð við Rihanna, Amal Clooney, Ariana Grande og Emma Stone. Giambattista Valli er fæddur og uppalinn í Róm og stofnaði tískuhúsvörumerki undir eigin nafni í París árið 2005. Í dag gefur hann út tilbúnar línur, hátísku sem og fylgihluti. Í samstarfinu við H&M vill Valli kynna sína hönnun og hugsjón fyrir víðari markhóp og þá þreytir hann frumraun sína í hönnun á herrafatnaði og verður spennandi að sjá hvað hann mun bjóða karlpeningnum uppá.

  H.E.R. sýnir okkur það sem koma skal

  Valli hafði þetta um málið að segja:

  Ég er spenntur fyrir þessu samstarfi. H&M hefur gefið gefur mér tækifæri til að koma mínum stíl og fegurðarskyni til stærri hóps. Markmiðið er að deila ást minni á fegurð og geta tekið þátt í gleðistundum allra, að hjálpa til við að búa til ástarsögur um allan heim,“ segir Giambattista Valli.

  Og Ann-Sofie, listrænn stjórnandi H&M bætti við:

  Við erum himinlifandi með samstarfið við Giambattista Valli. Hann er óumdeildur meistari hátísku og hefur sérstakt lag á að skapa einkennandi útlínur. Það er draumi líkast að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á einstakan stíl hans. Við getum ekki beðið eftir að sjá viðbrögðin við þessari fallegu línu.

  Giambattista Valli x H&M vörulínan kemur í tveim útgáfum. Forútgáfan kemur í takmörkuðu upplagi í útvaldar verslanir og í netverlun þann 25. maí og aðallínan kemur síðan í verslanir um allan heim þann 7. nóvember.

  HÉR má nálgast forútgáfuna í netverlsun H&M og er framsetning einstaklega skemmtileg.

  //TRENDNÝTT

   

  STÖÐVUM FELULEIKINN

  Skrifa Innlegg