fbpx

TRENDNÝTT

STÖÐVUM FELULEIKINN

Hvað er verra en ofbeldi gegn börnum?

Stöðvum feluleikinn er átak UNICEF til að vekja athygli á ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum hér á landi. Á Íslandi búa 80.383 börn. Fleiri en 13.000 af þeim verða fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn, sum hver daglega. Ný tölfræði UNICEF varpar ljósi á þessa alvarlegu stöðu.

Þetta eru sláandi tölur og myndbandið sem UNICEF gaf frá sér til að vekja athygli á átakinu kallar fram gæsahúð.

Ekkert barn á að búa við ofbeldi og upplifa sig vanmátta með engan til að leita til.

Það þarf að eiga sér stað algjör viðhorfsbreyting þar sem allir taka afstöðu gegn ofbeldi gegn börnum, hvar sem það á sér stað. Okkur ber öllum lagaleg og siðferðisleg skylda til að bregðast við. Nú er komið nóg, beytum þessu!

Átakið snýst um að fá fólk til að taka virkan þátt í baráttunni og að Íslendingar skrái nafn sitt á undirskriftarlista

Listann finnið þið HÉR

Trendnet hvetur alla til að skrá sig – við skráningu fær maður sent fræðsluefni til að m.a. læra að þekkja möguleg einkenni ofbeldis, vita hvernig skuli bregðast við og hvert sé gott að leita ef grunur vaknar. Með því að skrá sig vill UNICEF að fólk skuldbindi sig til að taka þátt í baráttunni með þeim.

Það er fátt sjálfsagðara en að skrá sig á listann og styðja við málefnið – KOMA SVO!

Þeir sem vilja lesa meira um málið geta nálgast upplýsingar á heimasíðu UNICEF og þá má einnig finna ítarlega grein um málið á mbl.is undir fyrirsögninni “Enginn spurði hvernig mér liði”.

Tökum höndum saman!

//TRENDNÝTT

HATARI GEFUR ÚT NÝTT LAG

Skrifa Innlegg