Gleðilegan föstudag kæru lesendur.
Tískubabl vikunnar er á sínum stað í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.
Hárskraut var áberandi á tískupöllum stærstu hönnuðanna fyrir haustið.
Fyrirsætur Fendi báru breið hárbönd sem fönguðu athygli augans, Dolce & Gabbana blandaði perlum og steinum sem líktust einna helst konunglegum kórónum og Atelier Versace bjó til hárskraut samansett úr blómum sem fyrirsætur báru við skræpótta kjóla. Erum við allar á leið í prinsessuleik?
Bæði Valentino og Elie Saab létu fyrirsætur sínar ganga með dramatískt gullskraut á höfði sem undirrituð myndi aðeins bera á brúðkaupsdegi eða álika hátíðlegri stund.
Versace
Chanel
Dolce & Gabbana
Elie Saab
Fendi
Það er á hreinu að við berum fylgihlut haustsins á höfðinu en vanda skal valið þegar tekið er þátt í trendinu. Ekki mæta með kórónu í vinnuna á mánudegi nema það sé hrekkjavökuþema eða Game of Thrones-maraþon á dagskrá.
_
Góða helgi.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg