fbpx

PERSÓNULEGAR GJAFIR

LÍFIÐ

Ég sit frameftir við tölvuna þennan daginn og fer yfir heimilisbókhaldið með te og smákökur á kantinum – mjög notalegt. Þegar ég fletti í gegnum blaðabúnkann rann úr honum snepill sem ég held svo mikið upp á. Ég fékk hann í “skemmtilega pakkanum” frá Gunna fyrir meira en 10 árum síðan (ég bjó allavega á Íslandi og var barnlaus þegar hann barst mér). Um er að ræða ljóð sem ég fann í flutningunum frá Svíþjóð til Danmerkur og ætlaði mér að ramma inn. Ég á reyndar nokkur svona, sem skrifuð eru á Þorláksmessukvöld eða korter í mat á Aðfangadag (ef ég þekki minn mann rétt) og mér þykir jafn vænt um þau öll.

Ástæðan fyrir því að ég birti það á blogginu er sú að mig langar að minna okkur á hvað jólin snúast um. Allar persónulegar gjafir sem ég hef fengið sitja lang lengst eftir í hjartanu. Hugsum út fyrir boxið næstu vikurnar og gefum gjafir sem lifa lengi. Ég er að hugsa um að taka upp þessa hefð aftur hér á bæ en við höfum það alltaf þannig að við gáfum jólagjöf og svo annan pakka sem við kölluðum “skemmtilega pakkann” því þar var eitthvað óhefðbundið/persónulegt sem beið okkar. Eftir að við eignuðumst börn fóru jólin svo að snúast um þau og það eru minningarnar sem sitja eftir síðustu árin – samverustundir með þeim.

Og hér er ljóðið … Fimmaura Rómeo á líklega eftir að skamma mig fyrir að deila þessu hér haha. En það verður þá bara að hafa það.


Ég er ekki að segja að við eigum að hætta að kaupa jólagjafir fyrir hvort annað heldur bara minna á mikilvægi þess að það þarf ekki alltaf flottasta þetta eða hitt til að við getum haldið gleðileg jól. Áminning til allra … líka mín.

Psst … mig langar samt í kápuna sem ég sagði þér frá fyrr í dag herra Jónsson. ;) og ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki og birta hér jólagjafahugmyndir næstu vikurnar.

Hlýjar kveðjur yfir hafið xx

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: @helenareynisart

Skrifa Innlegg