fbpx

ÓSKALISTINN: BRÚÐKAUP

LANGAR

Þar sem brúðkaup og brúðarferð áttu hug minn allan þetta sumarið þá tek ég mér það bessaleyfi að smella óskalistum tveggja mánaða í einn – júní og júlí lista með þemanu: brúðkaup. Ég veit af nokkrum brúðkaupum í ágúst og september og þessi listi getur því mögulega hjálpað til við hugmyndir.

Mér fannst voðalega óþægilegt að setja upp óskalista fyrir brúðkaupið okkar, einhver hálfgerð frekjutilfinning að lista upp fullt að dóti og ætlast til að eignast það frá brúðkaupsgestum, EN það gerðum við nú samt sama hvað ég fussaði yfir því. Að sama skapi gerir þetta gjafaleitina mun auðveldari fyrir gestina – OG jiminn hvað við brostum svo hringinn þegar við opnuðum allar gjafirnar daginn eftir. Ég fattaði ekki fyrir brúðkaup að við myndum svo eiga þessa veraldslegu hluti út lífið og hugsa um hvern og einn þeirra með tengingu við þann sem gaf okkur hann. Það er fallegt, mjög. Nú er innbúið okkar orðið veglegra með hlutum sem við höfum lengi ætlað að kaupa okkur en aldrei látið verða af.

Hér fáið þið að sjá brotabrot af brúðkaupsóskum okkar Gunna. Úr ólíkum áttum en allt úr íslenskum verslunum, að sjálfsögðu! Ætli það sé ekki öruggara að taka það fram að þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt.


1. Louis Poulsen ljós hefur lengi verið á óskalista okkar enda tímalaus dönsk hönnun sem dettur aldrei úr tísku. Okkar var keypt í Epal en fæst eflaust á fleiri stöðum: HÉR
2. Eins og glöggir fylgjendur mínir hafa tekið eftir þá eigum við fjölskyldan töluvert af bollum og fylgihlutum frá  postulínsverksmiðjunni Royal Copenhagen. Hingað til áttum við þó ekki matarstellið en nú erum við aldeilis orðin rík af fallegum borðbúnaði. Hlakka til að dúka upp danskt borð í nýja húsinu fljótlega. Okkar var keypt hjá Kúnígúnd: HÉR
3. Ég gat ekki hugsað mér að gera brúðargjafalista án þess að setja Sjöstrand kaffivélina með sem kauphugmynd. Hin fullkomna brúðkaupsgjöf að mínu mati. Fæst: HÉR
4&5. Okkur Gunna vantar list á veggina og vorum með tvær hugmyndir á listanum – bæði málverk frá íslenskum listamönnum og þau eru mjög ólík. Annað er frá Ella Egilssyni sem við kynntumst þegar hann hélt sýningu í Norr11 fyrr í sumar (Meira HÉR) og hitt er frá Sögu Sig sem flestir þekkja sem ljósmyndara en ég mældi með í bloggfærslu HÉR fyrir stuttu síðan. Við erum enn að gera upp við okkur hvað við ætlum að kaupa fyrir peninga sem við fengum í brúðkaupsgjöf.
6. Ég og Gunni féllum fyrir þessum stól í Kaupmannahöfn síðasta vetur. Ég var strax viss um að þessi myndi passa fullkomlega við sófann okkar (líka frá Norr11) sem er úr sama leðri. Nomad hægindastóllinn er mikil fegurð fyrir augað og ég hlakka svoo til að horfa á hann í stofunni minni í haust. Fæst: HÉR
7. Íslenskt já takk. Fuzzy kollurinn er must have á öll heimili. Lítill hlutur sem gerir helling. Meira: HÉR
8. Þessi karafla frá Georg Jensen hefur kallað á mig þegar ég hleyp í gegnum Kastrup á leið í flug. Hún fór á listann en var ein af þeim vörum sem var ekki keypt. Ég neyðist því til að kaupa hana næst þegar ég fer í flug. Ekki satt? Fæst: HÉR
9. OMG hvað ég var glöð þegar ég sá að þetta drauma Wave veggljós er í alvöru orðið mitt. Svo fallegt og fæst í mörgum litum sem búa til ólíka stemningu hverju sinni. Fæst: HÉR
10. Rúmteppi frá Mette Ditmer. Fæst: HÉR
11. Við eigum nokkra svona snaga sem mér finnst vera algjör snilld inni á heimilinu. Við fengum fleiri í gjöf sem eiga eftir að koma sér vel. Fást: HÉR
12. ittala xl Ostabakki. Fæst: HÉR
13. Hnífaparasett frá Bitz. Fæst: HÉR
14. SMEG ristavél sem passar við hraðsuðuketilinn okkar. Fæst: HÉR

Er einhver á leið í brúðkaup á næstunni? Kannski geta þessar hugmyndir hjálpað. Allt hlutir sem ég óska mér að eignast eða var að eignast.

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIÐARLEIKI ER LYKILLINN AÐ MÍNUM ÁRANGRI

Skrifa Innlegg