fbpx

NÝTT OG ÁÐUR ÓSÉÐ FRÁ 66°NORÐUR

EDITORIAL

Ég var svo heppinn að fá að sýna ykkur nýjustu herferð 66°norður sem hefur ekki enn farið í birtingu annarsstaðar.
.. Trendnet að sjálfsögðu aðeins á undan. :)

IMG_2903

Ég er aðdáandi merkisins og væri til í að eiga miklu meira en ég á frá þeim. Einna helst er ég aðdáandi auglýsinganna sem að í hvert skipti er lögð mikil pæling og vinna í sem að skilar sér til viðskiptavinanna, allavega mín. Ég elska hvað þeir gera mikið úr íslenskum uppruna og aðstæðum – fallegur útivistarfatnaður sem að hefur gert það gott erlendis þar sem að þau auglýsa land og þjóð.

IMG_0955 IMG_0905

 Takan fór fram í Mjóafirði á Austurlandi inní 5-6 metra háum snjógöngum (!) , en fyrir þá sem ekki vita þá búa 35 manns í Mjóafirði og snjógöngin eru grafin til að opna veginn til og frá þorpinu. Dásamlegur tökustaður!


IMG_2025 IMG_2229 IMG_2281 IMG_2418

Módelin sem að sitja fyrir eru Alexandra og Emil stíliseruð til fyrirmyndar af Elleni Lofts. Ljósmyndarinn er Daníel Freyr Atlason.
Emil hefur verið í síðustu herferðum líka og maður orðinn vanur því að sjá hann í nákvæmlega þessum klæðnaði. Fötin fara honum vel og mér finnst hann smellpassa við ímynd fyrirtækisins – alveg með þetta !

IMG_1827 IMG_1911 IMG_1715

Ég fræddist aðeins um fatnaðinn í heimsókn minni í 66°N í janúar og það sem mér fannst áhugavert var að þeirra markmið er að gera flottan fatnað sem stenst jafnframt erfiðustu aðstæður. Þetta er því í rauninni enginn götuklæðnaður þó hann sé kannski mest notaður þannig. .

IMG_1305

Ég valdi mínar uppáhalds myndir úr herferðinni en restina sjáið þið síðar, líklega hér og þar um bæinn.

Íslenskt já takk.

xx,-EG-.

SÖNGKONAN CARA DELEVINGNE

Skrifa Innlegg