fbpx

HEIMSÓKN – 66°N

Ég heimsótti showroomið hjá 66°N fyrir nokkru síðan.

Ég er hrifin af hönnun þeirra og hlakka alltaf til að sjá hvað þeir gera næst. Hvaða skref þau taka með línur sína og nýjungar en líka hvernig gengur með þær vörur sem að alltaf eru í sölu. Sem dæmi var ég svo ótrúlega ánægð með samstarfið þeirra við Munda og mikið vona ég því að þeir eigi eftir að halda því árlegu hjá sér – að styðja við íslenska hönnum með þessu móti.

Ég þori að fullyrða að 66 er það vörumerki sem að er orðið hvað stærst erlendis af íslenskum vörumerkjum í fatabransanum. Búsett í Svíþjóð í 3 ár og svo hér í franska á eftir því lætur mann rekast á merkið þegar að maður á síst von á því. – Og þá eins og áður, fyllist maður stolti af því sem að vel er gert hjá samlöndum sínum.

 
1 3 4 5 6 7 8

Það er búið að vera eins og hellt sé úr fötu síðustu daga hér í franska.

Frá því að ég mátaði hjá þeim í 66 hef ég verið að hugsa um að fá mér eina regnkápu fyrir nákvæmlega þessa daga sem að ég er að upplifa núna. En svo gleymi ég því alltaf á góðu dögunum og læt því aldrei verða af því.
Hver af þessum hér að ofan finnst ykkur flottust? Eins og staðan er núna langar mig mest í þessa grænu, ég fýla alveg hattinn líka en kannski er það fullmikið saman. Svo finnst mér svarta alveg fullkomin því að hún passar auðvitað við allt. Appelsínugula er ótrúlega æpandi í þessum típiska sjóara lit(sést ekki nógu vel á myndunum hjá mér) sem gerir hana dálítið kúl.
Hmm ..  Ég er með valkvíða.

Ef að þið hjá 66 lesið þetta. Þá megið þið senda mér eina svona húfu. Það er eitthvað við hana ….

Annars er að hlýna og sú gula sýnir sig á spánni svo ætli ég fari ekki að hugsa um þetta aftur á næstu rigningardögum.

xx,-EG-.

Marc Jacobs TAKA2

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Helga

    11. April 2013

    Mér finnst græna flottust :)

  2. Katrín Björk

    11. April 2013

    Ég myndi þessa grænu.. og appelsínugulu ef hún væri eins og hún kemur út á myndunum ;)

    • Elísabet Gunn

      11. April 2013

      Liturinn á appelsínugulu er eins og hann er á myndinni þar sem að ég stend hliðiná speglinum. Það er spurning hvort að maður fái sér appelsínu gula og reyni bara að púlla það. Ég er samt ennþá óvíss.

  3. Dóra

    11. April 2013

    Hæhæ,

    (þekki þig sosum ekki en finnst alltaf gaman að fylgjast með blogginu þínu) sammála með að græna er mest fashion og hún kemur ótrúlega vel út en þar sem ég vann hjá 66 í nokkur ár get ég sagt þér að þú munt koma til með að svitna í henni því gúmmí andar ekkert og maður er rosalega coveraður í gúmmíi í þessum kápum :)

    • Elísabet Gunnars

      11. April 2013

      Hæ alveg endilega að kommenta .. ég hef gaman af því að heyra frá lesendum af og til.
      En oh í alvöru. Þar vandast málið bara en frekar. En það er kannski eins og gengur og gerist með regnkápur yfir höfuð líklega, í það minnsta svona “pollagalla” efni eins og ég er hrifnust af.
      Takk fyrir tipsið. :)

  4. Gerður

    11. April 2013

    Ég fæ alvarlegan valkvíða alltaf þegar ég labba inn í þessa búð!! Major love á löngu regnkápunar og húfuna ;)

    • Elísabet Gunnars

      11. April 2013

      Æ nó. Mjög margt falleg. Ég mátaði líka jakka sem að mig dreymir um. Þarf að birta hann við tækifæri. Þau kunna sitt fag.
      En þessi græna virðist vera að skora hæst í “kosningunni” :)

      • Gerður

        12. April 2013

        Já hann er líka með eindæmum flottur, ég verð samt að viðurkenna að mér finnst þú rokka appelsínugula frakkanum, finnst þú frekar töff í honum. En þú ert alltaf mega flott ;)

  5. Valdís

    12. April 2013

    WOW hvað ég skil valkvíðann vel. Þessi svarta er ótrúlega töff og passar bara við allt :)
    Mér finnst sniðið á þessari appelsínugulu samt lang flottast þótt ég sé ekki nógu þorin sjálf til að vera í svona lit (en úber svalt). þessi græna er rosa flott en ef ég fengi að búa til mína eigin kápu þá væri það sniðið á þessari appelsínugulu í græna litnum :D

    • Elísabet Gunnars

      12. April 2013

      Ég þarf að kanna hvaða litir eru til í hverri … aldrei að vita nema að það sé jafnvel í boði. Ég held að regnflík sé ágætis fjárfesting fyrir íslenskar aðstæður. Og greinilega þær frönsku líka, eins og þær voru síðustu daga.

  6. Edda Sigfúsdóttir

    13. April 2013

    Græna segi ég líka ;)

  7. Díssa

    14. April 2013

    Ég á grænu… er alveg málið en það er rétt, hún andar ekki! En maður lætur það bara ekki trufla sig… er hvort eð er aldrei lengi í henni í einu.