fbpx

Marc Jacobs TAKA2

Vísir birti Marc Jacobs fréttina sem að ég setti hér á bloggið í gær,
HÉR

Það var margt merkilegt sem að hann sagði  sem að greip athygli mína. Fyrir ykkur sem að viljið vita meira þá skrifaði ég niður nokkur svör sem að gripu áhuga minn.

– Marc lifir í núinu og tekur einn dag fyrir í einu, segir að hann nái að einbeita sér best þannig. ,,Að vera einbeittur og niðri á jörðinni er það sem kemur þér lengst.”

– Hann fær innblástur allstaðar frá. Með því að horfa á bíómyndir, hlusta á tónlist eða tala við vini. ,,Stundum fatta ég ekki þegar að ég er að horfa á innblásturinn heldur fatta það kannski mörgum árum seinna” Þegar að ég á mómentið í minningunni.

4 1 2 3

Það var sérstaklega áhugavert að heyra hann tala um hight street kóperingar, hvað honum þætti um slíkt á sinni hönnun. En hann sagði :

– ,,Kóperingar trufla mig ekki þó að ég viti að það sé bannað og verði aldrei leyfilegt. Ég fæ sjálfur innblástur annarsstaðar frá og finnst það enginn glæpur. Ég tel það heiður þegar að H&M eða sambærileg verslun selur flík sem að líkist minni hönnun. Án þannig verslana væri tíska ekki til. Tíska þarf að vera í boði fyrir alla. Allir þurfa að eiga efni á henni. Það hafa reyndar allir efni á einhverju frá Marc Jacobs. Til dæmis seljum við flipflops merkta MJ.”

,, Ég fýla samt ekki eftirlíkingar sem gerðar eru með “kóperuðum merkimiða inn í” eins og gengur og gerist. Vara sem að er hönnuð nákvmælega eftir “highstreet” og er seld þannig út í búð. Það fýla ég ekki. Alls ekki! “

Marc veit hvað hann syngur. Það er á hreinu og ég gæti ekki verið meira sammála honum með eftirlíkingar. Gaman að heyra að svona stór hönnuður kunni að meta verslanir sem framleiða ódýra tísku sem oft er innblásin frá hátískunni, kóperingar, en þó undir eigin merkjum.

– Marc fýlar ekki Hollywood red carpet viðburði og stílinn yfir fólkinu þar – honum finnst það alltaf vera eins.

– Hann sagðist ekki hafa nógu mikið vit á Alexander Wang til að geta sagt sitt álit á honum og fleiri ungum hönnuðum, en hann dáist af dugnaði Wang. Hann horfir frekar upp til eða virðir eldri hönnuði og nefndi þar Prada sem dæmi.

_

Ég lofaði öðru myndbroti en þar svarar hann spurningum úr sal.

xx,-EG-.

SHOP

Skrifa Innlegg