.. hún er mætt.

FÖTÍSLENSK HÖNNUN

Nýja pastel bleika kápan frá 66° norður er komin í verslanir. Ég var með augun á blárri Laugavegsregnköpu frá þeim & mátaði hana í janúar. Blessunarlega beið ég með þau kaup því þessi er orðin mín & hún er of djúsí & flott á litinn. Liturinn er enn flottari með berum augum. Ég skrifaði um kápuna um daginn (sjá hér) og í kjölfarið fékk ég hana að gjöf, óvænt en ótrúlega vel þegið. Satt að segja hef ég ekki farið úr henni síðan.

Páskarúntur um Þingvelli ásamt heimsókn í Fontana Laugar Spa. Þar sem það voru páskar var nóg af Íslendingum.. ásamt túristunum auðvitað.

Sjáiði þetta módel. Andlitslausa módelið. Kannski er þetta ekki ég? Hver veit..

Laugavegur dömu regnkápa fæst hér.

Pastel bleik regnkápa

FÖTWANTED

Ég hef aldrei átt regnkápu.. en mér finnst nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri (rétt eins og Elísabet Gunnars hefur nokkrum sinnum bent á) svo það er um að gera að kaupa regnkápu á næstu dögum.. sérstaklega þar sem ég sá að 66°N er að hefja sölu á pastel bleikri Laugavegsregnkápu. Hún er reyndar ekki komin til landsins svo ég verð að taka endanlega ákvörðun eftir mátun. Ég á lítið sem ekkert bleikt í fataskápnum og ég viðurkenni að þetta er langt í frá að vera litur í uppáhaldi.. en þess vegna þætti mér gaman að eiga eina flík þar sem brugðið er eilítið út af vananum.

screen-shot-2017-03-31-at-12-18-10-pm
screen-shot-2017-03-31-at-12-23-41-pm
Hér að ofan má sjá Aldísi í pastel bleiku kápunni (mynd tekin af instagram.com/66north)… mér finnst hún geggjuð!

karenlind1

Nýtt frá 66°: Drangajökull GORE-TEX

FÖT

Ég rakst á þessa mynd á instragram reikningi sextíuogsex.. en 66° Norður kynntu þessa trylltu parka úlpu til leiks í dag. Ég hef sagt það áður, og segi það aftur.. svartur litur er einn fallegasti liturinn og fer engum (þoli ekki alhæfingar, fæstum á því frekar við) illa. Þessi úlpa er sú fallegasta frá 66° hingað til.. fyrir utan JÖKLA úlpuna sem ég fékk frá þeim síðastliðinn vetur.

screen-shot-2016-12-08-at-9-15-15-pm

screen-shot-2016-12-09-at-12-19-10-pm screen-shot-2016-12-09-at-12-19-33-pm screen-shot-2016-12-09-at-12-19-46-pm

Fyrirmynd úlpunnar er einmitt JÖKLA parka nema Drangajökull GORE-TEX er léttari útgáfa af henni.. Sniðið á JÖKLA er frábær og ég elska rykkinguna í mittinu á henni (kvk. sniðinu) og ég fagna því að þessi sé með sama sniði.

Saumar og detailar eru ekki beint áberandi á Drangajökli og úlpan því nokkuð látlaus í útliti en á sama tíma nær hún að vera svo tryllt. Úlpan kemur bæði í kven-og karlmannssniði og mér sýnist hún vera nú þegar fáanleg í útvöldum verslunum á Íslandi.

66° Norður nær alveg að halda manni á tánum og langa bara í meira.. hversu flott er þessi úlpa! Æ, mig “vantar” svo aðra úlpu! Er þetta ekki jólagjöfin í ár?

karenlind1

66° sýki

FÖT

Ég er með algjört blæti fyrir 66° flíkunum. Ég fór í nýju verslunina sem stendur við Laugaveg 17-19 – eitthvað tókst þeim of vel til með hönnun búðarinnar.. ég var farin að spyrjast fyrir um hönnun hennar og hvaðan borðin og annað væru frá. Vörurnar þeirra eru orðnar svo smart (og nytsamlegar fyrir íslenskt veðurfar). Áður fyrr, þá erum við að tala um fyrir mörgum árum síðan, þótti mér 66° vinna aðeins með nytsemi og notagildi en nú blanda þeir því saman saman við útlit og útkoman er high fashion útivistarfatnaður og fylgihlutir.

Ég eignaðist JÖKLA úlpu frá þeim í janúar síðastliðnum. Þessi úlpa á mig skuldlaust, enda það besta sem ég hef átt. Það munar svo miklu að hafa hana síða yfir rassinn.. maður skilur það varla núna en þegar það er orðið ískalt þá fattar maður hve miklu máli það skiptir. Ég þurfti hins vegar að hætta að nota hana fljótlega því ég varð ófrísk og hef því nánast ekkert getað notað hana. Nú fer litla daman að láta sjá sig (er gengin 40v+1d) og þá verður úlpan það fyrsta sem ég tek upp. Ég notaði úlpuna þegar ég fór til NY í janúar og febrúar og ég veit ekki hversu oft ég var stoppuð af fólki úti á götu. Ég skrifaði oftar en 5x heimasíðu 66° norður niður í síma hjá NY-búum sem þráðu að eignast úlpuna.

Það grynnkar aldrei á 66° óskalistanum, nú síðast bættist við regnkápa á listann eftir að ég fékk mömmu lánaða í sumar.

Screen Shot 2016-10-12 at 4.53.57 PM

Hér erum við í Þrastarskógi.. og ég í 66° norður regnkápu. Davíð flottur í XS úlpu frá 66° af litla frænda mínum… maður grípur oft það sem er laust í bústaðnum.

Ég er svakaleg þegar kemur að window shopping og birti því einn slíkan lista hér.. hér eru nokkrir hlutir sem ég væri mjög svo til í að eignast.

Screen Shot 2016-10-12 at 5.03.24 PM
Snæfell dömujakki. Ég myndi einmitt vilja hann í þessum sinnepsgula lit. Mér finnst liturinn fara rosalega vel við þær árstíðir þar sem hann er eflaust mest notaður (vor, sumar og haust). Við gáfum pabba svona jakka í afmælisgjöf – hann er víst algjörlega málið. Frábær í hálendisgöngur og annað (sem ég ætla alltaf að vera rosa dugleg að sinna en hef aldrei gert).

F.v. Mér sýnist þetta vera ný regnkápa, hún heitir Arnarhóll. Liturinn á henni var það fyrsta sem heillaði mig en burgundy litur klikkar aldrei. Laugavegur dömuregnkápan í bláu finnst mér einnig ótrúlega flott. Mig vantar regnkápu og því afar líklegt að ég kaupa mér slíka fyrir næsta ár.

Screen Shot 2016-10-12 at 5.15.22 PM

LOGN joggingpeysa. Ég er algjör jogging- og hettupeysuaðdáandi. Yfirleitt er ég í þægilegum fötum svona þegar ég er ekki að fara eitthvað sérstakt. Vöruúrvalið þeirra er farið að verða svo breitt og freistingarnar hrannast upp.

Æi stopp. Hvar endar þetta. Grímsey ullarpeysa. Fer alltof vel við útivistarjakka.. og vesti.. og ein og sér.

Screen Shot 2016-10-12 at 5.19.44 PM

BYLUR dömupeysa.

Nýjustu húfurnar finnst mér flottar.. og þær eru úr 100% ull. Eins er ég að fíla þennan bol, þrátt fyrir að hann tilheyri herradeildinni. Svo finnst mér eyrnabandið mjög flott, og já það er úr barnalínunni en ég hef mátað það og það virkaði alveg. Væri til í að sjá það fyrir fullorðna. Ég myndi fá mér það um leið!

karenlind1

Október

FÖT

Í byrjun þessa árs fékk októbermánuður nýja merkingu fyrir mér.. en þá komst ég að því að ég væri ófrísk. Október væri mánuðurinn sem ég myndi líklegast eignast barn. Þvílík ferð sem þessir mánuðir hafa verið fyrir mér. Meðgönguferlið reyndist mér allt öðruvísi en ég hafði hugarlund um. Það reyndi oft meira á en minna en nú er kominn október og dagurinn nálgast eflaust hratt fyrir sumum, en ótrúlega hægt fyrir mér. Hver dagur er í slow motion, en þeir líða engu að síður.

Það er tæp vika í settan dag og ég fer með möntru “Vonandi geng ég ekki fram yfir”. Þessi bið sem ég hef margoft heyrt talað um er fyrir mér loksins orðin skiljanleg.. ég tengdi aldrei almennilega við “þessa eilífu bið”. Mörgæsina í öllu sínu veldi langar til að verða “ég” aftur.

Annars finnst mér haustið einstaklega heillandi og kósí. Fatnaðurinn höfðar sérstaklega til mín.. litirnir sömuleiðis. Ætli ég fari ekki heim í þessu af fæðingardeildinni?

Screen Shot 2016-10-04 at 7.36.15 PM

Nýjasta sjóarahúfan frá 66° úr 100% merino ull. Kemur í fjórum litum.

Screen Shot 2016-10-04 at 7.57.46 PM

Gjafabolur frá Tvö Líf. Í einum af mínum uppáhaldslitum.

Screen Shot 2016-10-04 at 8.20.23 PM

Barbour vax jakki. Fæst í Geysi.

Screen Shot 2016-10-04 at 8.38.29 PM

Ég gaf kærasta mínum þennan trefil í afmælisgjöf.. hann er vægast sagt of stór og of hlýr. Cashmere- og ullarblanda. Ég keypti hann “smá” með það í huga að ég gæti stolið honum og fengið hann að láni svona við og við. Frá Burberry.

Ætli ég verði ekki eitthvað aðeins lengur í meðgöngubuxunum sem ég keypti í H&M fyrr á árinu. Ég get rétt ímyndað mér að það taki smá tíma að losna við magann og allt dúlleríið sem fylgir meðgöngunni.

Screen Shot 2016-10-04 at 8.26.24 PM

Farmers Market sokkar eru tilvaldir við L.L. Bean skóna sem ég þrái að eignast fyrir veturinn.

d6b301dfbb5e3096ffd7d115011da3ff

L.L. Bean duck skórnir. Ég á afmæli bráðlega og óskaði sérstaklega eftir þeim frá betri helmingnum.

Guð hvað þetta er kósí outfit. Now come on out baby blue!

karenlind1

66°N – JÖKLA PARKA

ANDREA RÖFNNEW INUMFJÖLLUN


English Below

Ég hef lengi verið mikill aðdáandi 66° Norður. Það eru fyrst og fremst vörur merkisins sem ég er hrifin af, en einnig ímynd fyrirtækisins, auglýsingarnar og starfsfólkið. Jökla Parka hefur haldið á mér hita síðustu mánuði. Ég er ástfangin upp fyrir haus! Þetta er að mínu mati fallegasta parka sem 66° Norður hefur nokkurn tíma hannað. Hún kemur í dökkbláu, svörtu og earth grey og í tveimur sniðum; karla og kvenna. Ég fékk mér karlasniðið í dökkbláu.

Við Snorri Björns hittumst fyrir stuttu og tókum myndir af úlpunni. Hann er einn hæfileikaríkasti ljósmyndari sem ég þekki. Mæli með því að fylgjast með honum á instagram og snapchat: snorribjorns.

DSC04871

DSC04770

DSC04845 DSC04854

I’ve been a fan of 66° North for a long time. It’s first and foremost the clothing I love, but also the company’s image, the campaigns and the employees. Jökla Parka has been keeping me warm for the past few months. I’m head over heels about it! In my opinion it’s the most beautiful parka 66° North has ever made. It is available in navy, black and earth grey and in two fits; men’s and women’s. I took the men’s fit in navy. 

Photos: Snorri Björns. One of the most talented photographers I know. I recommend following him on instagram & snapchat: snorribjorns

xx

Andrea Röfn

Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við 66° Norður

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn & snapchat: andrearofn

Follow me on instagram: @andrearofn & snapchat: @andrearofn

Allt sem ég þarf.. Jökla

FÖT

Jökla er allt sem ég þarf. Þvílíkur hnoðri af hamingju! Silfurrefurinn toppar þetta, virkilega þykkur og flottur kragi. Svo er vír inn í hettunni þannig að það er auðvelt að stilla kragann, hann helst á sínum stað og virðist enn stærri fyrir vikið. Ég virðist gleyma því hvað þessi vetur hérna heima er erfiður ár eftir ár. Ég var í leðurjakka í bænum áðan, skalf eins og hrísla. Skalf inn að beinum. Svo var ég í Rosche Run íþróttaskóm.

Screen Shot 2015-11-28 at 8.59.40 PM Screen Shot 2015-11-28 at 8.59.50 PM

Þessi kragi!

Screen Shot 2015-11-28 at 8.59.59 PM Screen Shot 2015-11-28 at 9.00.11 PM

Screen Shot 2015-11-28 at 9.04.23 PMSvo mátaði ég auðvitað Jöræfi, nýju úlpuna sem kom út í gær (og húfuna). Úlpan var ekki til í minni stærð svo ég leit hálf kjánalega út í henni. Hún kemur bráðlega aftur í þessum minni stærðum, það hafa greinilega nokkrar selst í dag (þar sem línan kom út í gær). Samstarf JÖR og 66° NORÐUR er vel heppnað og svarti felldurinn á Jöræfi er eitthvað sem ég hef beðið eftir í langan tíma. Svartur felldur er ekkert voðalega áberandi en ég kolféll fyrir svörtum felldi þegar ég sá myndirnar af Beyoncé og Jay Z á Íslandi í fyrra. Þekkið þið merkið á úlpunni sem hann er í á myndinni? Moncler?

Instagram @kaarenlind
Fylgstu með mér á facebook – Karen Lind
karenlind

 

SNOW BLIND – 66°NORÐUR X MUNDI

ÍSLENSKT

Á morgun, fimmtudag, hefst sala á nýrri fatalínu í verslun 66°NORÐUR í Bankastræti 5. Fatalínan ber nafnið Snow Blind og er samstarfsverkefni Munda og 66°NORÐUR.

Línan var frumsýnd á RFF á síðasta ári. Í línunni mætast mynstur og litir sem eiga rætur sínar í hugmyndum Munda. Útfærslan á hönnuninni og efnisvalið byggir svo á þeirri miklu reynslu og þekkingu sem 66°NORÐUR býr yfir við hönnun á útivistarfatnaði. Afraksturinn er útivistarfatnaður sem sker sig út úr en er viðeigandi við öll tækifæri.

Ég var svo heppin að fá að sjá línuna og máta flíkurnar og í leiðinni tók ég myndir fyrir ykkur að sjá! Ég er mjög hrifin af þessari fatalínu, sérstaklega vegna þess að hún inniheldur klárar útivistarvörur úr mjög góðum efnum sem eru vel saumaðar, á sama tíma og þær eru virkilega töff.

IMG_9198

Ég er að missa mig yfir þessari tösku. Hún er mjög stór, úr vatnsheldu efni og myndi henta mjög vel í ferðalög og útilegur.

IMG_9286

IMG_9220Þessi biker-legi jakki er endalaust þægilegur og flottur í þokkabót. Bleiku línurnar setja punktinn yfir i-ið.

IMG_9393

IMG_9245

IMG_9399

IMG_9351

IMG_9358

Taskan er líka til í þessum klassiska 66°NORÐUR lit.

Endilega gerið ykkur ferð í 66°NORÐUR búðina á morgun til að líta þessa fallegu línu augum. Sala á línunni hefst kl. 18 og er búðin af því tilefni opin til kl. 21!

xx

Andrea Röfn

27.09.13

PERSÓNULEGT

Við röltum aðeins niður í bæ í kvöld..

.. og hittum skemmtilegt fólk!

Stella er svo sem ágæt..

Þessi fína húfa frá 66° norður var í trendnet-pokanum mínum frá eins árs afmæli síðunnar.

Frrrr…

Eyjólfur Gíslason cutie pie.. þessi lætur mig hlæja út í eitt!

Yndislegu og skemmtilegu Eyjólfur & Ellen Agata á Dolly.

Eyjólfur Gíslason og Margrét Grétars!

 

NÝTT OG ÁÐUR ÓSÉÐ FRÁ 66°NORÐUR

EDITORIAL

Ég var svo heppinn að fá að sýna ykkur nýjustu herferð 66°norður sem hefur ekki enn farið í birtingu annarsstaðar.
.. Trendnet að sjálfsögðu aðeins á undan. :)

IMG_2903

Ég er aðdáandi merkisins og væri til í að eiga miklu meira en ég á frá þeim. Einna helst er ég aðdáandi auglýsinganna sem að í hvert skipti er lögð mikil pæling og vinna í sem að skilar sér til viðskiptavinanna, allavega mín. Ég elska hvað þeir gera mikið úr íslenskum uppruna og aðstæðum – fallegur útivistarfatnaður sem að hefur gert það gott erlendis þar sem að þau auglýsa land og þjóð.

IMG_0955 IMG_0905

 Takan fór fram í Mjóafirði á Austurlandi inní 5-6 metra háum snjógöngum (!) , en fyrir þá sem ekki vita þá búa 35 manns í Mjóafirði og snjógöngin eru grafin til að opna veginn til og frá þorpinu. Dásamlegur tökustaður!


IMG_2025 IMG_2229 IMG_2281 IMG_2418

Módelin sem að sitja fyrir eru Alexandra og Emil stíliseruð til fyrirmyndar af Elleni Lofts. Ljósmyndarinn er Daníel Freyr Atlason.
Emil hefur verið í síðustu herferðum líka og maður orðinn vanur því að sjá hann í nákvæmlega þessum klæðnaði. Fötin fara honum vel og mér finnst hann smellpassa við ímynd fyrirtækisins – alveg með þetta !

IMG_1827 IMG_1911 IMG_1715

Ég fræddist aðeins um fatnaðinn í heimsókn minni í 66°N í janúar og það sem mér fannst áhugavert var að þeirra markmið er að gera flottan fatnað sem stenst jafnframt erfiðustu aðstæður. Þetta er því í rauninni enginn götuklæðnaður þó hann sé kannski mest notaður þannig. .

IMG_1305

Ég valdi mínar uppáhalds myndir úr herferðinni en restina sjáið þið síðar, líklega hér og þar um bæinn.

Íslenskt já takk.

xx,-EG-.