Þvílíkt veður. Ég ætlaði að leggja mig með Snædísi en ég er svo tjúnnuð af sterum sem ég er að taka inn að það er eins og ég hafi drukkið óeðilegt magn af koffíni. Ég hef verið með hósta í að verða tíu vikur.. en þetta fæ ég ár hvert, 2-3x á ári meira að segja. Byrjar með kvefi og fer beint í lungun. Við tekur hóstakast og svefnleysi.. en ég lét loks verða af því og pantaði tíma hjá lungnalækni. Biðin eftir lækninum var þess virði en núna veit ég vonandi hvað er að. Ég er á sýklakúr númer tvö ásamt þremur tegundum af sterum og er því vel hype-uð þrátt fyrir nánast engan svefn. Ég sakna þess svo að komast í ræktina – en á stundum sem þessum langar manni hvað mest að fara út að hlaupa og hanga í ræktinni!
Ég mátaði þennan jakka, Staðarfell, í byrjun september.. og er enn að hugsa um hann. Þetta er hlaupajakki (hentar raunar í allt) og úr einhverju ógurlega fínu efni. Engu að síður myndi ég kaupa hann bara út af litnum. Svipað dæmi og með regnkápuna (sjá þessa færslu hér).. svo reyndar held ég á henni eins og glöggir lesendur sjá.
Það er vel hægt að fara í þessum út að hlaupa allan veturinn ef maður er klæddur í gott undirlag.. en það er spurning hvort ég myndi vilja svitna í hann, mögulega yrði hann bara notaður í göngu.
Er þessi ekki samþykktur allan daginn?
Skrifa Innlegg