fbpx

ÓSKALISTI Í SEPTEMBER

Sæl kæru lesendur, það er alltof langt síðan ég bloggaði síðast og mun ég bæta úr því, nú þegar maður byrjaður að mynda rútínu fyrir haustið og veturinn. Það er einhvernveginn þannig að það gerist ekkert með óskipulagi – og hef ég ekkert verið sú skipulagðasta í sumar..
En nú þegar byrjað er að hausta fer maður aðeins að líta í kringum sig eftir vörum sem hjálpa manni að verjast komandi kulda, með einum eða öðrum hætti.
Af því tilefni hef ég sett saman óskalista septembermánaðar!

Kúrekastígvél – er búin að vera leita af hinum fullkomnu stígvélum núna í einhvern tíma, druma stígvélin væru þó í hvítum lit þó þessi hér fyrir ofan eru einnig mjög fín.
LINK

Þessi fína dúnúlpa frá 66°norður mætti alveg verða mín, til að hlýja manni í kuldanum í haust og vetur.
LINK

Mjög mikilvægt að eiga gott krem þegar húðin byrjar að þorna vegna kulda, þetta hér hefur verið notað á mig fyrir myndatökur og alltaf þótt það mjög næs.
LINK 


Síminn minn er orðin mjög sjúskaður og sama má segja um myndavélina á honum. Þá væri ekki leiðinlegt að eiga eina svona græju – mjög fín myndgæði og afar hentugt að hafa innbyggt bluetooth til að geta sent myndirnar beint í símann.
LINK 

 

Sett frá Mads Norgaard – mætti vel verða mitt.
LINK

Nýlega búin með nákvæmlega eins body lotion, kominn tími á áfyllingu. Enda er líkaminn aldrei eins þurr og á veturna..
Fæst í Body shop.


Melkorka Ýrr 

 

 

MÆLI MEÐ: SECRET SLAVE

Skrifa Innlegg