fbpx

MÆLI MEÐ: SECRET SLAVE

Ég byrjaði á nýrri bók í síðustu viku, Secret Slave og var tæpa 3 daga að lesa hana, svo góð var hún.
Ég hef alltaf  verið mikið fyrir sannsögulegar bækur, þá sérstaklega ef þær eru um harmsögur kvenna – mínar uppáhalds bækur eru til að mynda dagbók Önnu Frank og Eyðimerkurblómið (e. Waris). Svo ef þið hafið lesið og fílað þær þá mæli ég sérstaklega með Secret Slave.

Ég átti ótrúlega erfitt með að leggja bókina frá mér, einnig þótti mér afar auðvelt að sjá hlutina fyrir mér og þannig lifa mig inn í bókina að einhverju leiti.  Í enda bókarinnar, hluti sem mér fannst mest spennandi, fann ég hvernig hjartslátturinn minn stigmagnaðist, þó ég vissi nokkurnveginn hvernig bókin endaði – en það hefur aldrei gerst fyrir mig þegar ég les bækur. Svipað rush og þegar maður horfir á spennandi kvikmyndir. Það finnst mér vera staðfesting á að þetta hafi verið virkilega góð bók.

Ég vil auðvitað ekki spilla bókinni fyrir þeim sem vilja lesa hana, en í stuttu máli fjallar hún um enska konu sem var svipt frelsi sínu áðeins 15 ára gömul. Hún var haldin fangi í mörg ár og á þeim tíma var hún notaður sem kynlífsþræll. Fórnarlambið, Anna Ruston skrifar bókina sjálf.

 

Endilega látið mig vita ef þið lesið hana og hvað ykkur fannst!
X
Melkorka

OUTFIT @ TAPASBARINN

Skrifa Innlegg