English Version Below
Til hamingju með 40 ára afmælið NTC!! Fyrirtæki sem á alltaf svolítið af mínu hjarta. Í NTC kviknaði tískuáhuginn fyrir alvöru, 16 ára gömul, og þar vann ég í 7 skemmtileg ár. Fyrst með skóla í elsku Centrum sem þá var og hét (RIP) en svo sem verslunarstjóri í fleiri en einni verslun seinni árin í fullu starfi. NTC stendur fyrir Northern Trading Company og rekur 16 verslanir á höfuðborgarsvæðinu. 40 ár af fasjón er bara nokkuð vel gert …
Síðasta verkefni sem ég vann með NTC var eitt af skemmtilegri verkefnum sem ég hef tekið að mér – en það var þegar ég hannaði 10 einfaldar flíkur með verslun Gallerí 17 og þeirra undirmerki Moss. Enn í dag fæ ég fyrirspurnir hvað sé væntanlegt frá Moss Reykjavík eða hrós fyrir þær flíkur sem séu í sölu. Sumir virðast halda að ég standi á bak við Moss Reykjavík vegna línunnar, Moss by Elísabet Gunnars. Hér með fæ ég tækifæri til að leiðrétta þann misskilning.
Í dag, fimmtudaginn 27 október, verður afmælinu fagnað í verslun Gallerí 17 Kringlunni. Afmælisafslættir eru í öllum verslunum auk þess sem viðskiptavinum er boðið að taka þátt í veglegum afmælisleikjum á samskiptamiðlum. Meira: HÉR
Skilið frá mér afmæliskveðju ! ;) ég verð með í anda héðan frá sænska.
//
The biggest company in fashion retail in Iceland, NTC (Northern Trading Company), is celebrating their 40 years birthday.
NTC always has a small place in my heart, it’s where my fashion interest started when I start working there at the age of 16. I worked there for 7 years ending up as store manager in their most successful store, Galleri 17 in Kringlan. As you might also know I had a collaboration with their own brand, Moss Reykjavik, when we made 10 must-have items in the closet and the collection was named Moss by Elisabet Gunnars. One of my favorite projects!
Congrats to NTC ! 40 years of fashion is pretty good job..
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg