fbpx

NÁTTFATAPARTÝ

FASHIONMAGAZINETREND

Vikulega tískubablið er á sínum stað í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins í dag. Þar býð ég lesendum með í náttfatapartý – eru ekki allir til í slíkt á þessum köldu vetrardögum?

Nattfata

Desember hefur mætt með látum á kalda klakann okkar. Í vikunni höfum við þurft að moka mik­inn snjó til að komast út í amstur dagsins. Svona veðurfar hefur þau áhrif að við nennum ekki endi­lega að klæða okkur á morgnana. Kannski komumst við upp með að sleppa því?

Náttfatatrendið er mætt aftur með nýju tvisti. Sjaldan hefur verið eins einfalt að klæða sig sem hinar mestu pæjur á jafn þægileg­an hátt. Við fengum að sjá flíkur sem falla undir trendið bæði fyrir vet­urinn og áfram út sumarið 2016.
Silki og satín eru áberandi og virðist vera aðalatriðið í þeirri bylgju sem stendur yfir núna. Meðfylgjandi eru síðan blúndur, litadýrð og munstur. Ef við skoð­um myndir frá Alexander Wang, Givenchy, Calvin Klein og fleiri hönnuðum sjáum við ólíkar út­færslur sem falla allar undir þetta notalega trend sem á svo vel við í desemberlægðinni.

 16-stella-mccartney
Stella McCartney FW15

_THA0353
Thakoon SS16

Rag&Bonefall15
Rag&Bone FW15

Givenchy RTW Spring 2016

Givenchy SS16

Michael KorsFW15_

Michael Kors FW15

Calvin Klein SS16
Calvin Klein SS16

AlexanderWangss16

Alexander Wang SS16

Það eru kannski margir hrædd­ir við að taka þátt í þessu trendi, fá á tilfinninguna að maður líti út fyrir að hafa sofið í náttföt­unum, snúsað aðeins of lengi og hoppað beint í skóna. Þar skipt­ir máli hvernig við pörum klæðin saman. Þeir sem þora fara í sam­stæðudress, munstrað eða úr létt­um efnum. Aðrir geta tónað þetta niður með því að klæðast trend­inu að ofan eða neðan og para það síðan við aðrar hversdagsflíkur. Undirrituð hefur verið að vinna með silkiskyrtu að ofan við uppá­halds gallabuxurnar.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FALLEGRI JÓLAGJAFAKAUP

Skrifa Innlegg