Það er ekki hægt að segja annað en að motta, sem ég keypti mér fyrir áramót, hafi gert allt vitlaust ! Um er að ræða handofna ullarmottu sem ég féll fyrir um leið og ég sá hana – motta sem mótar stofuna okkar betur, kósý með meiru. Það er oft þannig að það sem maður getur ekki eignast langar manni enn frekar í. Þannig var það með þessa ágætu vöru sem ég keypti í IKEA hér í Svíþjóð og komst síðar að því að hún væri því miður ekki til á Íslandi, þar sem flestir mínir fylgjendur búa. Nú er sagan önnur því í morgun fékk ég þær fréttir að nokkrar mottur hefðu komið til landsins í gær og fóru í sölu í dag. Það verður því fyrstur kemur, fyrstur fær fyrir þær sem eru enn áhugasamar að eignast eina inn á sitt heimili. Mér finnst ég skyldug að segja frá því hér eftir allar fyrirspurnirnar sem ég er búin að svara síðustu mánuði. Mér finnst ég reyndar líka skyldug til að segja frá því að þessar fréttir eru bara sagðar af góðvild, ég borgaði mottuna mína sjálf og fékk ekki greitt fyrir að koma þessu að hér á blogginu.
Á heimasíðu IKEA segir um vöruna góðu:
- Handofið af færu handverksfólki og því einstakt.
- Ullin er ólituð og er því náttúrulega hvít.
- Mottan er úr hreinni nýrri ull þannig að hún er afar slitsterk og með náttúrulega óhreinindavörn.
Hér er myndin frá því í desember – gleðileg jól öllsömul!
og hér er ég á hlaupum í dag og náði að smella af mynd til að vera meira “í beinni”.
Happy shopping!
Meira: HÉR
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg