Tíska, kaffi og croissant, getum við beðið um betri byrjun á degi? Ég held ekki …
Ég tók það skemmtilega verkefni að mér að sjá um morgunboð í Baum Und Pferdgarten á Garðatorgi sem heppnaðist með eindæmum vel. Það var fámennt á gestalistanum (útaf svolitlu) en góðmennt, sem passar svo vel þegar við erum í fyrsta sinn að leyfa okkur að hittast eftir langa pásu á viðburðum sem slíkum. Tilefnið var aðallega kynning á sumarlínu Baum sem er dásamleg og féll vel í kramið hjá gestum, sem margir hverjir voru fangaðir á filmu.
Hugmyndafræði sumarlínunnar byrjaði þegar hönnuðirnir, Rikke Baumgarten og Helle Hestehave horfðu á kvikmyndina The man who fell to earth (með David Bowie í aðalhlutverki) – þemað er gleði og skemmtun og þegar þær fóru að spá í því hvað myndi gerast ef kona myndi falla til jarðar í dag þá vöknuðu margar spurningar.
Hvernig myndi hún líta út? Hverju myndi hún klæðast? Hvaða föt myndi hún velja sér í verslunum? Brilliant pælingar !
Línan er mjög stór, einhverjar flíkur eru mjög stílhreinar á meðan aðrar skera sig úr.
Ég hef áður sagt ykkur frá þessu danska merki hér á blogginu en þetta er merki sem ég held mikið upp á og fylgist vel með. Línan sem hangir á slánum núna er sú sama og ég skoðaði í gullfallega sýningarherbergi þeirra á tískuvikunni í Kaupmannahöfn, HÉR
Baum Und Pfergarten SS21
Þessi geggjaði galli er að sjálfsögðu úr sumarlínunni. Fæst: HÉR
Takk allir fyrir komuna, mikið var gaman. Highlights á Instagram HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg