fbpx

MÖMMUMÓT Í SKYLAGOON

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF

Á morgun er mæðradagurinn, einn fallegasti dagur ársins. Móðurhlutverkið er svo stórt og mikilvægt, hlutverk sem ég hef mikinn metnað fyrir. Ég er svo einnig  sérstaklega heppin að eiga góða mömmu, stjúpmömmu og tengdamömmu – rík kona. Í vikunni upplifðum við  mamma stefnumót í gráu veðri í Skylagoon og eins og lesendur mínir vita þá er ég reglulegur gestur í lóninu góða.

LESIÐ LÍKA: SEM NÆRIR LÍKAMA OG SÁL

Maí mánuður er til heiðurs öllum mömmum í Sky Lagoon – með því að bjóða upp á eðal mömmumóts pakka sem hljóðar svo:
2 aðgangapassar (sky eða pure), 7 skrefa ritúal meðferð, 2 drykkir og gómsætur Sky sælkeraplatti frá Smakk Bar.

Um er að ræða tvær útgáfur: Pure Mömmumót eða Sky Mömmumót 

Mömmumót með minni mömmu

Mömmumót með Ölbunni minni

 

Draumadekur

Æ hér er gott að vera, njóta, lifa – bliss

Allar mömmur eiga alltaf gott dekur skilið og mega sko njóta á Mömmumóti Sky Lagoon. Mömmur geta verið alls konar – stjúpmömmur, tengdamömmur, mömmuvinkonur eða jafnvel ömmur. Sky Lagoon er svolítið vin í eyðimörk daglegs amsturs fyrir okkur og mömmur eiga dekrið svo sannarlega skilið. Uppáhald undirritaðrar er einstök upplifun sjö þrepa Sky Ritúal meðferðarinnar – þið verðið ekki svikin.

Mæli svo sannarlega með Mömmumóti 

Fylgist með á Instagram hjá mér á mæðradaginn þegar ég gef heppnum mæðrum stefnumót.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

KAFFIBOÐ Í SJÖSTRAND: GERSEMAR EFTIR STUDIO ALLSBER TIL SÖLU

Skrifa Innlegg