fbpx

KAFFIBOÐ Í SJÖSTRAND: GERSEMAR EFTIR STUDIO ALLSBER TIL SÖLU

Hönnunarmars er genginn í garð og á morgun, föstudaginn 6. maí, er Grandinn staðurinn til að heimsækja. Fullt af spennandi áfangastöðum og má þar nefna KIOSK, KALDA, Sóley Organics, Lady Brewery, Listval, Gallerí Gegnumtrekkur og síðast en alls ekki síst Kaffiðboð hjá okkur í Sjöstrand x Studio Allsber.

Tips til ykkar: neðst í póstinum finnið þið þá muni sem verða til sölu á viðburði, allir einstakir, fyrstur kemur fyrstur fær.

Sjöstrand tekur í fyrsta sinn þátt í Hönnunarmars í nýju rými á Hólmaslóð 4 með því að slá upp KAFFIBOÐI í samvinnu við hæfileikabúntin í Studio Allsber. Dömurnar munu dúka upp sýna túlkun á klassísku íslensku kaffiboði og verður borðið hlaðið af einstökum munum úr þeirra keramiksmiðju.

HVAR: Hólmaslóð 4
HVENÆR: Föstudaginn 6. maí kl. 17-19
AF HVERJU: Kaffi og meððí í boði.

Studio Allsber hafa unnið hörðum höndum síðustu vikur að allskyns gersemum sem munu prýða langborðið í kaffiboðinu. Allir munir verða til sölu á viðburði og afhentir eftir helgina. Það er mikil vinna og ást í hverju verki og aðeins til einn af öllu, fyrstur kemur – fyrstur fær.

Hér frumsýni ég hluta af munum sem verða í boði – hvað er ykkar uppáhald?
Persónulega elska ég þessa fjörlegu ófullkomnun – mjólkurkönnuboots eru í uppáhaldi, smjörboxið og svo elska ég litlu espresso bollana með stórum statement höldum.

Sjáumst í kaffiboði á morgun!

pssst… ég á líka afmæli. Ein sniðug sem býður í kaffiboð á afmælisdaginn fyrir allan bæinn.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GLEÐILEGAN HÖNNUNARMARS

Skrifa Innlegg