fbpx

FYRSTA AÐVENTUGJÖFIN NÆRIR LÍKAMA OG SÁL

BEAUTYLÍFIÐSAMSTARF

Ó, þessi tími árs genginn í garð. Gleðilegan fyrsta í aðventu kæru lesendur.

Ég held í hefðina og gef gjafir alla sunnudaga fram að jólum en fjörið fer fram á Instagram hjá mér.

Ég féll gjörsamlega fyrir SkyLagoon þegar við Gunni heimsóttum lónið í haust, mér finnst að sem flesir þurfi að fá að upplifa þessa nýju perlu höfuðborgarsvæðisins og gleðst því mikið yfir fyrstu aðventugjöf ársins. Næring fyrir líkama og sál.

LESIÐ LÍKA: SUNDAYS – NAMASTE

Í samstarfi við Sky Lagoon gef ég heppnum fylgjendum aðgang í heilsulindina auk veglegra gjafaboxa frá þeirra eigin merki. Slökun og endurnæring þar sem himinn og haf renna saman og húðvörur sem allar eru lífrænar, vegan og úr náttúrlegum olíum.

Æ hér er gott að vera, njóta, lifa … mæli með upplifun í jólapakkann.

GJAFAKORT OG GJAFASETT FÁST HÉR
Psst. Á afslætti fram að jólum

Vellíðan og hugarró er hér

Gufan eru engu öðru líkt, á þessum bjarta degi með útsýnið stillt og fagurt en síðast fékk ég grátt og vindasaman dag og það var engu síðra –  hvernig sem viðrar, mæli ég með.


Sundbolur: Swimslow/Andrá

Takk fyrir mig.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

RAMMAGERÐIN HEFUR OPNAÐ Í KRINGLUNNI

Skrifa Innlegg