fbpx

LOKSINS MEÐ SKÁPAPLÁSS

B27BETA BYGGIRSAMSTARF

Eftir alltof langan tíma með fötin mín í óreiðu ákváðum við að fjárfesta í betri lausn. Ég hélt áfram samstarfi mínu við Byko og JKE og fyrir valinu urðu fataskápar sem fylla einn vegg hjá okkur á efri hæð. Eins og áður þá létum við sprauta skápana í lit úr litakortinu mínu, líturinn er Hvítur Svanur og því falla skáparnir að vegglitnum. Liturinn er nokkuð hvítur að sjá en ég myndi segja að hann væri smá kremaður. Ég hef oft fengið spurninguna um hvað ég geri þegar ég breyti lit á vegg, en þessi litur á skápum er mjög basic og mun passa vel við aðra veggliti.

Svo góð tilfinning, ahhh –

Skápur: JKE/Byko

Við völdum eitthvað ákveðið mix af hillum, stöngum og síðan grindum/skúffum. Það er síðan toppskápur ofaná öllum skápunum sem ég kemst ekki í nema með tröppu, þar geymum við rúmföt og annað skemmtilegt. Toppskápur yfir inngang í herbergi og því er gengið í gegnum skápastæðuna, rétt eins og á neðri hæðinni í eldhúsi.

Eitt gott tips sem mig langar að gefa ykkur sem hugið að stærri framkvæmdum eða eruð að taka hús/íbúðir í gegn. Það er mjög gott að búa í eigninni aðeins fyrst og fá tilfinningu fyrir henni. Við plönuðum allt áður en við fluttum inn og mjög margt hefyr breyst síðan þá. T.d. þetta opna rými á efri hæðinni, það átti að vera sjónvarpsherbergi og við settum sófa og sjónvarp á vegg. Við komumst hins vegar að því að við erum greinilega ekki fjölskyldan sem setjumst saman í sjónvarpsherbergið og því breyttist þessi sjónvarpsveggur í skápavegg og við ætlum að útbúa smá heimaskrifstofu/föndurstað í staðinn og færðum sjónvarpið niður í alrými (stofa/eldhús).
Önnur mistök sem við gerðum var að setja hjónarúmið á vitlausan vegg. Þar er allt rafmagn og slökkvarar lagt miðað við þá staðsetningu og núna erum við búin að færa rúmið að betri stað en rafmagnið færist ekki svo auðveldlega. Dýr byrjendamistök!

Jakki: Vintage/nýlega keyptur – svo glöð með hann.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

TÖLUM UM: NÝTT HLAÐVARP HJÁ GUMMA KÍRÓ

Skrifa Innlegg