fbpx

LÍFIÐ: TAKK FYRIR KOMUNA

LÍFIÐ

Þúsund þakkir til allra sem lögðu leið sína inn í Hafnarfjörð í gærkvöldi. Við, konurnar sem stöndum á bakvið verkefnið Konur Eru Konum Bestar, svífum um á bleiku skýi þegar þetta er skrifað, eftir dásamlega vel heppnaðan viðburð í verslun Andreu á Norðurbakka.


Dream team: Paldís, Elísabet, AndreA, Rakel Tómasdóttir, Nanna Kristín

Aldís okkar fangaði stemninguna á filmu þegar röð hafði myndast fyrir utan verslunina 45 mínútum áður en við opnuðum dyrnar, þannig var staðan í ca 2 klukkutíma (!) .. Allt gekk vel fyrir sig og allir sem mættu fengu bol og enn fleiri tryggðu sér eintak þegar við lokuðum dyrunum í búinni og opnuðum fyrir netsölu á konurerukonumbestar.com klukkan 20:00.

Enn er að hægt að tryggja sér bol: HÉR fyrir áhugasama.

Eins og áður sagði þá snýst verkefnið um samstöðu kvenna og að við séum allar saman í liði. Að orkan fari í að halda með hvor annarri – það á að vera nóg pláss fyrir okkur allar til að blómstra og með þessu móti þá komumst við allar lengra. Þetta er hlutur sem þarf bara stundum að minna sig á og við teljum að það sé rétt að gera það með þessum hætti. Stuðningsfélagið Kraftur nýtur góðs af í ár.

Klappliðið stækkar og fyrir það erum við svo þakklátar. TAKK.


Fyrstu 100 sem keyptu bol fengu veglega gjafapoka frá HA, Loréal, Essie og Rakel Tómasdóttir okkar gaf skissubækur í alla pokana, grand á því.Veigar voru í boði Ölgerðarinnar, Góu og Sjöstrand Iceland – takk.

Mér leið eins og algjörri prinsessu í hvítu tjull pilsi sem ég fékk að láni hjá Andreu, eyrnalokkarnir eru líka þaðan. Skórnir voru keyptir fyrr um daginn frá íslenska merkinu KALDA og bolurinn er að sjálfsögðu: Konur Eru Konum Bestar vol3. Armbandið er gjöf frá Kraft: Lífið er núna.

Allar myndir í færslunni eru teknar af snillingnum @paldis

Nú er ég í háloftunum á leiðinni heim til mín aftur eftir tvö vel heppnuð verkefni á Íslandi, fyrst með H&M studio og svo góðgerðaverkefnið KEKB.


Takk fyrir mig í bili. Ó hvað ég hlakka til að knúsa liðið mitt sem bíður spennt eftir mömmu sinni hinu megin við hafið. Langþráð fjölskylduhelgi framundan.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ÞETTA ER ÍSLANDI Í DAG

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. AndreA

    13. September 2019

    Svo trylltir dagar með þér duuuuglega kraftmikla kona …. Mesti plöggari sem ég þekki
    Lovelove u