fbpx

LÍFIÐ: SKÁL FYRIR ÞÉR

LÍFIÐ

Við erum komin á ellefta árið okkar í útlöndum og enn skrifar Gunni undir nýjan samning. Að þessu sinni hjá sama klúbb, Ribe Esbjerg, hér í Danmörku þar sem hann hefur spilað vel síðustu tvö árin. Við hlökkum til að halda áfram ..

Þið sem fylgist reglulega með vitið hvað handbolti spilar stórt hlutverk í lífi mínu, ég vil helst ekki missa af leik og get orðið ansi æst á pöllunum þegar minn maður er inná vellinum. Ég held að þetta væri ekkert skemmtilegt ef maður myndi ekki taka þátt í þessu með honum og þetta gæti eiginlega ekki virkað með fjölskyldu í útlöndum ef við værum ekki öll sátt með lífið og í sama liði. Við tökum að sjálfsögðu svona stórar ákvarðanir í sameiningu og skoðum allar hliðar málsins. Það er því alltaf  góð tilfinning þegar samningar komast á hreint, ákveðinn léttir að vita hvað verður. Þetta er auðvitað svolítið sérstakt líf að lifa, stundum í óvissu um hvað gerist næst og maður hefur ekki beint stjórn á framhaldinu þar sem það eru svo margir hlutir sem spila inn. Sérstakt þetta faraldslíf!

Það var því tilefni til að skála í gær þegar búið var að skrifa undir pappírana. Ég er alltaf svo  stolt af þessum boltakalli mínum – gamli kallinn, kapteinn Gunnar er alveg með þetta að mínu mati!

Veitingastaður: Den Blå í Kolding – mæli með !

Skál fyrir þér beibí!


Við erum bara mjög ánægð með þessa ákvörðun og Gunni hlakkar til að taka þátt í uppbyggingu liðsins áfram, það er dejligt í Danmark.

Eins og ég sagði hér þá er svona atvinnumannalíf ekkert dans á rósum öllum stundum,  maður verður að minna sig á það og ágætt að segja það upphátt af og til. Það eru auðvitað kostir og gallar en við erum mjög ánægð við þetta litla Evrópu ferðalag okkar með fjölskylduna og sjáum ekki eftir neinu.

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

DRESS: BASIC ER BEST

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. AndreA

    9. February 2020

    Skál fyrir ykkur <3
    Dugleg & frábær
    lovelove

    • Elísabet Gunnars

      10. February 2020

      Takk <3