fbpx

LÍFIÐ: PATTERNED SCARF

LÍFIÐSHOP

3156002050_1_1_1 3156002050_2_2_1

Ég átti óvænt deit við minn mann á sólríkum síðasta sunnudegi. Eins og stundum þegar ég set inn myndir á Instagram þá fæ ég fyrirspurnir í framhaldinu um hitt eða þetta. Einhver ykkar forvitnuðust um hálsklútinn? Það er ekki að undra – hann er alveg yndislegur og ný kaup sem ég er virkilega ánægð með. Efnið er fíngert, 100% bómull og liturinn tímalaus. Setur punktinn yfir i-ið á þessum millibilsdögum frá vetri yfir í vorið.

Frá: Zöru

photo 1

 

Jónsson bauð uppá göngutúr, pizzu og blóm í tilefni konudagsins. Virkilega huggulegt.

photo 4

 

 

Ég geng T-merkt um götur Kölnar sem er kannski ástæðan fyrir fleiri erlendum lesendum sem hafa heimsótt síðuna uppá síðkastið ;) Merktir taupokar fylgja mér flesta daga – þessi verður auðvitað oftast fyrir valinu.

Fallegur dagur í borginni minni.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SHOP: MONDAY

Skrifa Innlegg