fbpx

LÍFIÐ: JÓLADRESS

DRESS

10877483_10152610420482568_60455376_n 10866654_10152610420472568_244327379_n10841548_10152610420447568_1398875085_n 10888218_10152610420437568_1884406593_n Við áttum gleðileg jól hér í þýsku koti. Þó það sé leiðinlegt að fá ekki að hitta stórfjölskylduna nema í gegnum tölvuskjáinn á þessum hátíðardögum þá erum við litla fjölskyldan alltaf ánægð með rólegheitin og rómantíkina sem fylgir því að halda uppá jólin á þennan veg.
Peysu- jólakjóllinn var í takt við stemninguna, hlýr og þægilegur. Ég poppaði hann samt sem áður upp með blúndu nærbol og áberandi eyrnalokkum. Eyrnalokkarnir eru nýjir og ég leyndust í uppáhalds skran búðinni minni í Köln. Það er mikilvægt að sjóða eyrnalokka ef þið kaupið þá second hand eins og ég gerði í þetta skiptið.
Varaliturinn var keyptur samdægurs frá Loréal en það er orðið hefð að bera rauðar varir á aðfangadag.

Alba klæddist prinsessukjól frá H&M og Jónsson var í JÖR frá toppi til táar.

 

DSCF5820DSCF5795DSCF5797DSCF5812
Eyrnalokkar: SecondHand
Kjóll: H&M Trend
Sokkabuxur: DIM
Skór: Focus
Varir: Blake’ s PURE RED

Ást og friður yfir hafið.

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

JÓLADAGS INNBLÁSTUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hrafnhildur

    26. December 2014

    Gott ráð með eyrnalokkana, þetta vissi ég ekki! Sýðuru þá bara smástund í potti?

    • Elísabet Gunnars

      27. December 2014

      Já .. ég lét suðuna koma upp, færði síðan pottinn um hellu og setti þá ofan í.