H&M á Íslandi bauð mér í ferðina ..
Kæra dagbók .. þannig held ég að sé best að byrja færsluna sem segir ykkur frá lífinu síðustu daga í Arizona.
PHEONIX
Eins og ég kom inná í fyrri færslu þá byrjuðum við dvöl okkar í sólríku Pheonix þar sem við náðum mestu flugþreytunni úr okkur. Ferðalagið var langt og tímamismunirinn mikill og því var það frábær ákvörðun að taka þennan hvíldardag og auka fríðindi sem elsku Susann frá H&M bauð mér og Ninu (norska ferðafélaganum mínum). H&M skrifstofan í Noregi sér semsagt um Íslensku verslanirnar og því var ég í umsjá þeirra. Ég vona að flestir af mínum lesendum séu að fylgja Ninu, hún er æðibiti, finnið hana undir @ninasandbech.
Phoenix kom mér á óvart (ég vissi reyndar ekki alveg við hverju ég ætti að búast) en á rölti okkar um miðbæinn voru fáir úti á götum og lítið um að vera en samt var allt svo sjarmerandi og fallegt. Hótelið benti okkur á að heimsækja ákveðinn hluta af borginni þar sem við gátum rölt á milli notalegra kaffihúsa og heimsótt lítil listagallerí – það var reyndar eins og þessi hluti borgarinnar væri eitt stórt listasafn því veggjalistaverkin voru engu lík á öllum hornum.
Veðrið hjálpaði svo sannarlega til þennan daginn því við fengum sumar og sól – ohh hvað ég elskaði það!
SEDONA
Þá var komið að ferðadegi inn í eyðimörkina þar sem einstök upplifun beið okkar. H&M gaf okkur litlar upplýsingar fyrir brottför aðrar en þær að um væri að ræða ógleymanlegt ævintýri. Áfangastaðurinn var Sedona sem er gullfalleg náttúruperla í Arizona og tilgangurinn var að kynna Studio línu H&M fyrir SS19. Innblástur línunnar er sóttur frá þessu svæði þar sem lykilpersónan var hinn svokallað lúxus ferðalangur. Það passaði því vel að bjóða áhrifavöldum víðs vegar úr heiminum til að taka þátt í þessum herlegheitum – sannkallaðir lúxus ferðalangar þar á ferð :)
Við mættum strax inn í gagnvirkt þátttökuleikhús og fengum að upplifa einstök atriði þar sem línan var í aðalhlutverki. Ég þurfti svo sannarlega að klípa mig oftar en einu sinni til að fatta að þetta væri bara að gerast í alvörunni, þetta var draumi líkast og mér fannst ég stödd í einhverri bíómynd.
Aðalpersónur viðburðarins voru þrjár vinkonur sem tóku að sér hlutverk gestgjafa og leiddu okkur í gegnum lifandi leikhúsatriði studd með handriti í þrjá daga. Við Nina (norska) og Trine (danska) ákváðum frá upphafi að sýna mikinn áhuga og fá þannig að upplifa sem mest. Við tókum þátt með því að spyrja gestgjafana (leikarana) út í ýmislegt tengt veðri og vindum og sem dæmi þá fengum við handskrifaðann miða í morgunmatnum einn daginn um að við ættum að heimsækja herbergi númer xxx. Þegar við mættum þá hljóp rannsóknarblaðamaðurinn (leikari) út og sagðist því miður þurfa að hlaupa frá. Við vorum því bara þrjár inni í herbergi hjá ókunnugum sem líktist meira morðrannsóknarstað, mjög fyndið. Sjá mynd:
Upplifunin hélt síðan áfram eftir því sem dagarnir liðu og sagan kom betur í ljós í gegnum sérvalin atriði sem komu okkur á óvart hvað eftir annað. Það sem stóð uppúr var vatnaballett, fluttur var af hópnum Aqualilies, jeppa safarí inn í eyðimörkina með ímynduðum tjaldbúðum þar sem við stoppuðum á nokkrum stöðum og fengum ólíkar upplifanir. Má þar nefna hljóðverk sem The Staves fluttu, BMX-sýningu með áhættuatriðum og svo margt margt fleira. Þið fylgdust líklega flest með á Instagram hjá mér @elgunnars eða undir merkingunni #HMSTUDIO? Vonandi …
Ekki má gleyma myndatökunni sem var ótrúlega skemmtileg – sérvalið lið ljósmyndara, förðunarfræðinga og stílista tók þátt í að gera upplifunina létta og þægilega að taka þátt í. Þannig tóku allir áhrifavaldar þátt í myndatöku þar sem þeir stíliseruðu sín eigin lúkk – skemmtileg leið til að sýna línuna hjá H&M.
Viðburðurinn endaði svo á galadinner og óvæntum atriðum – trylltu dansatriði og svo mætti hin hæfileikaríka Maggie Rogers með persónulega tónleika.
Ég hef svo margt að segja frá eftir þessa ferð og gæti líklega setið hér við tölvuna langt fram á nótt en læt þetta duga í bili. Ég á þá eitthvað inni til að deila með ykkur eftir helgi – eða þangað til ég hitti ykkur öll í Smáralind á fimmtudaginn í næstu viku þegar línan fer í sölu. Ég vona að upplifunin skili sér til ykkar í gegnum tölvuna. HÉR finnið þið líka story highlights þar sem ég reyndi að fanga stemninguna.
Hlýjar kveðjur heim á klakann <3
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg