fbpx

LÍFIÐ: Cinque Terre

LÍFIÐ

Vegna fjölmargra fyrirspurna ákvað ég að skrifa smá færslu um frábæra ferðalag okkar fjölskyldunnar til Cinque Terre ásamt yndislegum vinum.
Cinque Terra eru 5 gömul smáþorp á ítölsku ríverunni og liggja þar í þjóðgarði. Vegna þessa hafa þorpin gamlan og sjarmerandi anda. Milli þorpanna er aðeins hægt að ferðast með lest og því engin bílaumferð til að skemma fallegu “málverkin”, en þegar að ég kom í fyrsta þorpið leið mér eins og ég væri komin inn í málverk.

DSCF8016DSCF8178

Mín leið til Cinque Terre –

Við fjölskyldan tókum flug til Mílanó. Þaðan tókum við svo u.þ.b. 3 tíma lest að þorpunum. Það er mjög auðvelt og nokkuð ódýrt að taka lest niður til La Spezia (þar sem að við gistum). Þar leigðum við okkur frábæra og ódýra íbúð í gegnum airbnb.com. Íbúðin var aðeins í 3 mínútna göngufæri frá lestarstöðinni og því kjörin staðsetning, því aðeins tekur um 5 mínútur með lest að ferðast í fyrsta þorpið. Það kom mér á óvart hversu stutt vegalengdin er á milli þorpanna en þau liggja hlið við hlið og aðeins nokkrar mínútur að ferðast á milli þeirra. Við nýttum okkur lestarnar en mjög margir velja sér það að ganga á milli. Ég ætla að eiga það inni. :)

DSCF7937DSCF7972DSCF7978DSCF7985 DSCF7981DSCF7974

Við náðum að vísu bara 3 þorpum þar sem að við ákváðum að eyða helium degi í eina þorpinu sem hafði strönd.
Við fylgdum einnig ráðum leigjanda okkar og heimsóttum önnur þorp fyrir utan þessi týpísku 5.

DSCF8021 DSCF8018 DSCF8007 DSCF8006 DSCF7996 DSCF7995 DSCF7992 DSCF7991

DSCF8027DSCF8029DSCF8030DSCF8031DSCF8044DSCF8046DSCF8053DSCF8089DSCF8099-2DSCF8110-2DSCF8117-2DSCF8122DSCF8135DSCF8137DSCF8142DSCF8151IMG_0481DSCF8183
DSCF8186DSCF8188IMG_0495DSCF8189DSCF8192DSCF8202DSCF8211IMG_0532

Porto Venere er fallegt þorp þar sem hægt var að fara í siglingu í kringum eyjarnar sem liggja þar fyrir utan. Það er fræg höfn fyrir snekkjur fræga fólksins og til dæmis var Beckham fjölskyldan þar ekki fyrir svo löngu síðan.

DSCF8232DSCF8259DSCF8247DSCF8278DSCF8285DSCF8290DSCF8294IMG_0541DSCF8306DSCF8307DSCF8311DSCF8319DSCF8322

Síðasta daginn böðuðum við okkur á troðfullri strönd á Lerici, þar sem Ítalir voru í meirihluta.

DSCF8490 DSCF8473 DSCF8472 DSCF8470 DSCF8464 DSCF8452 DSCF8432 DSCF8428 DSCF8422 DSCF8406DSCF8408 DSCF8506 DSCF8503 DSCF8501DSCF8397DSCF8394

Þorpin fimm eru uppfull af ferðamönnum, en staðina sem leigjandinn okkar mældi með eru meira heimsóttir af Ítölum og hafa því sinn sjarma. Við fórum einnig á 2 veitingastaði sem leigjandinn mældi með og voru þeir frábærir. Það er svo gaman að fá svona “insider tips” því að sú upplifun er svo allt öðruvísi – innan um heimamennina í þeirra uppáhaldi.

DSCF8391 DSCF8380 DSCF8362

Vonandi geta einhverjir nýtt sér þetta, en ég myndi mæla með 5-7 dögum á þessum slóðum, en við vorum heldur stutt. Eitt af mínum uppáhalds ferðalögum hingað til.

IMG_0590

Eftir sæluna niður við ströndina eyddum við síðan 4 dögum inní Mílanó borg. Ef þið hafið áhuga þá get ég sett inn “what to do” post frá Mílanó – sem kom mér skemmtilega á óvart eftir að hafa heyrt marga neikvæða gagnvart borginni.

Allir til Þorpanna fimm í næsta ferðalag?

xx,-EG-.

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

Skrifa Innlegg

24 Skilaboð

    • Elísabet Gunnars

      18. August 2013

      Takk fyrir það – það er svo mikilvægt að eiga minningarnar á myndum eftir svona ferðalög.

  1. Helga A.

    18. August 2013

    Þetta er draumaferðalagið mitt! Takk fyrir að sýna þessar gullfallegu myndir! xoxo

    • Elísabet Gunnars

      18. August 2013

      Auðvitað! Og ég mæli með. Getur notast við mitt plan hér að ofan sem og sent mér póst (eg@trendnet.is) fyrir frekari upplýsingar –

  2. Helga

    18. August 2013

    Æðislegar myndir, takk :)

  3. Jovana Lilja

    18. August 2013

    Roooosallllega fallegar myndir !:)

  4. Pattra's

    18. August 2013

    Ó ég sakna Ítalíu :*** Guðdómlegar myndir af guðdómlegu fólki elsku vinkona!
    Cinque Terre í næstu Italy-heimsókn, það held ég nú.

    • Elísabet Gunnars

      18. August 2013

      Takk elsku, ég fer hjá mér.
      Mæli með – dásemdin ein. xx

  5. Reykjavík Fashion Journal

    18. August 2013

    VÁVÁVÁ! Æðislegar myndir – þvílík upplifun sem þetta hefur verið :) – p.s. Bergný er alveg meðetta;)

    • Elísabet Gunnars

      18. August 2013

      HAHA !!
      Já, ég veit. Bergný er alltaf meðetta! Eins gott að hún sjái ekki þennan póst ;)

    • Bergný

      18. August 2013

      Hahaha :D

  6. Unnur Lárusdóttir

    18. August 2013

    Ó alveg gullfallegar myndir sem þú tókst Elísabet í alla staði! Þessi þorp heilla mann strax! Svona ferð fer klárlega á “to do”-listann minn :).
    ps. Það væri gaman að lesa um Mílanó :).

  7. Anna Sella

    18. August 2013

    Yndislegar myndir!!

  8. Ivana Esperanza

    18. August 2013

    Ferðaðist einmitt um Ítalíu í júlí með vinum mínum og við fórum að skoða þorpin, það stóð algjörlega uppúr!!

  9. Hanna Borg

    19. August 2013

    Vá, æði! ;)

  10. María

    19. August 2013

    Takk fyrir þessa færslu, er búin að bíða nokkuð spennt eftir henni. Er núna alvarlega að plana svona ferð næsta sumar :)

  11. Hófí

    19. August 2013

    Vává! Æðislegar myndir, ég er algjörlega komin þangað í huganum. Er strax byrjuð að plana, er algjör ferðasjúklingur þannig ég hlakka til að sjá Milanó póstinn ;)
    Ég og minn fórum til Bologna á Ítalíu yfir helgi í fyrra, æðisleg háskólaborg, Ítalía heillar!
    takk fyrir bloggið, svo ótrúlega gaman að skoða!

  12. Helgi Omars

    19. August 2013

    ooooohhhh fallegt fallegt fallegt!! & thid erud svo falleg falleg falleg!!! xxx

  13. Svart á Hvítu

    19. August 2013

    Æðislegar myndir!:) Hef látið mig dreyma um ferðalag þangað í nokkur ár… vonandi rætist það fljótt:)

  14. Aldís

    19. August 2013

    Vá – Cinque Terre – á ToDo listann !!! .. þið eruð æði *****

  15. Lára B.

    19. August 2013

    Vá Æðislegar myndir! Má ég spyrja þig…. hvernig myndavél notarðu?

  16. Steinunn Vala

    22. August 2013

    Mikið eru þetta fallegar myndir hjá þér :)
    Ein spurning, hvar fékkstu dökkbláa bikiní toppinn með “blúndunni” yfir?
    Bara ef þú vilt deila því leyndarmáli með mér.
    Kær kveðja,
    Steinunn Vala