fbpx

LÍFIÐ

LÍFIÐSAMSTARF
Báðir dagarnir voru samstarf með fyrirtækjunum – igloindi og AndreA 

Tveir stútfullir dagar á Íslandi eru done. Ég er lent í rútínu aftur og sest við tölvuna eftir morgunæfingu OG SVEFN. Það er alveg skelfileg staða að ég bara get ekki sofið þegar ég er í vinnukeyrslum og ég svaf nánast ekkert um helgina. Það fer mér (og líklega fáum) ekki vel að vera svefnlaus, hvorki útlitslega en eins virðast heilasellurnar virka verr.
Eigið þið einhver ráð við svefnleysi fyrir mig? Hvernig fáið þið heilan til að hætta að hugsa þegar það er mikið að gera?

Annars átti ég mjög skemmtilega vinnudaga fyrir íslenska hönnuði um helgina.

Á laugardaginn í jólatöku fyrir AndreA – ég hlakka til að deila með ykkur myndunum sem Aldís Páls tók af jólalínunni sem er SVO FLOTT.

Sunnudeginum eyddi ég síðan á Garðatorgi þar sem ég stóð vaktina í iglo+indi með heitt á könnunni fyrir viðskiptavini. Takk allir fyrir komuna, mikið var gaman að sjá svona mörg kunnugleg andlit og fá að kynnast öðrum vinalegum. Ég tók því miður engar myndir af stemningunni þar sem við vorum allar á fullu að afgreiða og mingla, ánægjulegt hvað margir mættu og nýttu sér afsláttinn.

Mamma mín átti líka afmæli um helgina og það var svo dýrmætt að fá að fagna með henni á laugardagskvöldið. Við systur skáluðum fyrir fimmtugri frúnni.

Vonandi áttuð þið góða helgi kæru lesendur <3

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

HERFERÐIN SEM SELDI MÉR BODY LOTION

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hildur Ragnarsdóttir

    13. November 2018

    melatonin, calm appið, hætta í símanum og tölvunni ca klst fyrir svefn. Slaka í koffíndrykkjum seinni partinn xx

    kv. insomina hilrag

  2. Andrea

    13. November 2018

    Æðiseg helgi xxx
    Sefur bara seinna :)

    ❤️