fbpx

HERFERÐIN SEM SELDI MÉR BODY LOTION

FASHIONFRÉTTIRSHOP

Ég er mikil áhugamanneskja um markaðssetningu fyrirtækja og er að elska hvað sænska merkið Eytys er að gera. Ég hef fylgst með merkinu í dágóðan tíma og er hrifin af því sem ég sé. Þau byrjuðu á skóm, skórnir eru nokkuð basic en hafa þó mikla sérstöðu og ég fíla lookið. Þau eru þekkt fyrir skó með þykkum hvítum sóla. Hef nokkrum sinnum heimsótt fallega verslun þeirra í Stokkhólmi en þó alltaf komið tómhent út. Nýlega byrjuðu þau einnig með “ready to wear” vörulínur og það var þessi herferð sem greip mig.

Í samstarfi við Björk and Berries framleiddu þeir vöru fyrir hið vinsæla snyrtivörumerki, Purple Velvet, sem er þó uppspuni.

Sænska ofurmódelið Frida Gustavsson er andlit herferðarinnar og ég elska þessar 80’s myndir af henni. Kremið er til sölu og hér er vörulýsingin:
“Expect an organic and vegan, smooth lotion with a lingering, sexy and soothing scent of violet, created as part of Eytys playful Purple Velvet capsule collection – a celebration of the best beauty company that never existed.”

Kremið er leið til að auglýsa þetta Capsule Collection frá Eytys og virkar allavega svona vel á mig – elska svona frumlegar leiðir. Fyrir ykkur sem viljið kremið þá fæst það hér og vörulínan er til sölu hér.

Eytys hefur farið skemmtilegar leiðir áður og læt ég fylgja með mynd þegar þau komu með gallabuxur á markað. Smellið á myndina til að sjá fleiri skemmtilegar myndir úr gallabuxnaherferðinni – það er must!

Er hægt að kaupa Eytys á Íslandi? Þetta er gott tips frá mér til verslunareigenda – vandaðar og tímalausar vörur. Skórnir poppa upp basic lúkk!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram – HÉR
&

Elisabetgunnars á Facebook – HÉR

i+i SUNDAY BRUNCH 11.11.18

Skrifa Innlegg