fbpx

LÍFIÐ

LÍFIÐ

English Version Below

Þið sem fylgið mér á Instagram eruð mögulega komin með nóg af handboltaspami frá mér … ég er samt ekki alveg hætt því ég verð að koma því að á blogginu líka. Það þarf að halda utan um stóra atburði í lífinu og bloggið er tilvalið til að passa uppá að svona minningar varðveitist.

Maðurinn minn, Gunnar Steinn Jónsson, og liðið hans IFK Kristianstad urðu sænskir meistarar á laugardaginn þegar liðið vann úrslitaleik í brjálaðri stemningu í Malmö Arena. Í lok leiks var undirituð næstum því jafn sveitt og leikmenn liðsins. Það getur tekið á að vera með 10 (+) kílóa barn á hendinni og metnað fyir því að hvetja sitt lið áfram í svona mikilvægum leik ;)



Sænska handboltalífið er því komið í frí að sinni en við tekur landsliðsverkefni og svo langþráð sumarfrí hjá okkur fjölskyldunni. Það getur verið erfitt að finna gott jafnvægi í þessu faraldslífi sem við lifum á meðan ferill íþróttafólks stendur yfir. Við höfum hoppað á mismunandi tækifæri og forréttindi að prufa að upplifa mismunandi menningu og lifnaðarhætti. Ég hef öll árin reynt að vera virk í mínu og fundið mér vettvang þar sem ég get unnið óháð staðsetningu.

Það hafur verið mikið álag á betri helmingnum í ár og aldrei verið eins fáir frídagar og því bjóðum við þetta sumarfrí innilega velkomið.

Malmö Arena takk fyrir okkur. Sjáumst að ári!

//

The blog is the best place to collect good memories so I need to tell you about the weekend. As a handball wife the sport is a big part of my life and has “controlled” it for some years. We have jumped on different opportunities and learned to know different parts of the world and different cultures, its a privilege. I have found a career which I can work on, no matter where I am in the world.

My husbands team, IFK Kristianstad, won the Swedish Championship in the finals in Malmö Arena on Saturday. The atmosphere was amazing and I think the game was as hard for me as the players with +10kg Manuel on the arm.

I hope you enjoy the photos below!

     

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ÚTSKRIFTARGJAFIR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    29. May 2017

    Nu verdur hann ad safna hári, thá er hann ALVEG eins og Thor! En hann er einnig flottasti handboltamadur sem vid eigum og til hamingju med hann!!! äfram Kristianstad!!!!!

    • Elísabet Gunnars

      30. May 2017

      Ég hefði átt að taka það fram að maðurinn rakaði sig að leikslokum ….. undirituð er ánægð með það!

      <3

  2. Sara Lind

    30. May 2017

    Æðislegar myndir og þvílíkur dugnaður í ykkur báðum, til hamingju :)

    • Elísabet Gunnars

      2. June 2017

      <3