Hejsan frá Sverige –
… en ég er hér vegna 60 ára starfsafmælis sænsku vina minna hjá Lindex.
Þegar ég steig út úr vélinni snemma (alltof snemma!) í morgun þá leið mér smá eins og ég væri komin heim. Það er svo mikið öryggi í því að kunna tungumálið og skilja þannig umhverfið sitt. Hér líður mér alltaf vel.
Samkvæmt boðskorti sem barst mér í pósti á dögunum þá er afmælisplanið svohljóðandi: Annað kvöld mæti ég á tiltekinn stað þar sem 1500 boðsgestir verða ferjaðir á leynistað (!) sem veislan fer fram. Ótrúlega spennandi, en líka pínu óþægilegt.
Lindex er ekki einungis að fagna starfsaldri sínum heldur fer að styttast í flíkurnar frá samstarfsverkefni þeirra við sjálfan Jean Paul Gaultier detti í búðirnar. Ætli hann verði því ekki á staðnum – býst við því.
SEX & THE CITY fílingur á flottu boðskorti.
_
Það gefur að skilja að næstu daga mun ég skrifa mikið um veru mína hér. Ég ætla að leyfa ykkur að vera “í beinni” þegar við á.
Meira … fljótlega. Ha det så bra tills vi hörs igen.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg