fbpx

LAUGARDAGSLÚKK

DRESSLÍFIÐ

Ég hef ekki sagt ykkur það áður hér á blogginu en við fjölskyldan munum kveðja sænsku sæluna á næstu vikum þegar við færum okkur yfir landamærin til Esbjerg í Danmörku. Gunni er nú þegar farinn frá okkur ég er því einstæð móðir með tvö börn í Kristianstad þessa dagana. Ekki óskastaða en svona getur lífið breyst snögglega þegar maður býr með atvinnumanni í íþróttum. Ég ætla mér auðvitað að tækla þetta verkefni eins og önnur en ég verð að viðurkenna að það hefur verið og verður áfram áskorun ofan á aðra vinnu. EN – jákvætt hugafar … þýðir ekkert annað!

Við vorum svo heppin að fá pabbann heim í helgarfrí um helgina, hér í Åhus á leið í dinner á Åhus Finest (mæli með) þegar Alba fangaði mómentin að neðan á mynd.

Þegar þetta er skrifað sit ég í garðinum með tölvuna í fanginu og kassa allt í kringum mig. Við ætlum að setja húsið á sölu en viljum helst leigja það ef við finnum gott fólk. Er einhver á leiðinni í nám eða vill gott sænskt líf í Svíþjóð? Heyrið þá í mér ;)

//

I haven’t told you yet on the blog that we are moving this month. We will be saying goodbye to our favourite Sweden and moving over to Esbjerg in Denmark. The life can change quickly when you are married to professional athlete. We are very excited even though it will be a lot of stress and work now for a month – but positive thinking is important!

Gunnar is already in Denmark but we were lucky to get him for a weekend visit last weekend. Here we are on our way to dinner at Åhus Finest, I can really recommend it. Alba captured the moments. below.

We will probably sell our house in Kristianstad but still hoping to find a good family to rent it – so if you have any tips, contact me :)

 

Gunni: Bolur: H&M, Buxur: Libertine, Skór: Birkenstock
Ég: Skyrta: Libertine, Samfella: H&M, Stuttbuxur: Levis, Skór: Bianco
GM: Samfestingur Zara

Það sést kannski ekki vel á þessum myndum en við Gunni erum klædd í stíl. Hann keypti sér þetta samstæðu dress frá Libertine Libertine á dögunum og ég var fljót að stela skyrtunni.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BRANSASÖGUR

Skrifa Innlegg