fbpx

LAUGARDAGSLÚKK

DRESS

Laugardagskvöldið var óhefðbundið með meiru. Hóteldúllurnar hérna í Sanur vildu fá að eiga sinn þátt í brúðkaupsferð okkar Gunna og við þáðum gott boð um að koma í kvöldmat í boði þeirra. Við rákum samt upp stór augu þegar við mættum stundvíslega klukkan 19:30 og þetta var útsýnið sem beið okkar – “rómantískur dinner” (eins og þau orðuðu það) stóð undir nafni.
Því miður náðum við ekki að njóta eins vel og við hefðum átt að gera sökum þess að Gunni er smá veikur og hafði litla lyst (stóri maðurinn sem borðar alltaf svo mikið .. ) En við gerðum gott úr þessu og mættum allavega uppstríluð á tíunda degi brúðkaupsferðarinnar og fyrsta degi sem ég setti á mig maskara! Já lífið hefur verið svo ótrúlega afslappað út í gegn … best í heimi að mati undiritaðrar.

//

Unusual Saturday night yesterday – the hotel was so kind to invite us out for dinner on our honeymoon. They called it “Romantic dinner” and we were surprise when we came to the restaurant and this table waited for us.
Unfortunately we couldn’t enjoy like we should because Gunnar got a little sick – but we made the best out of it and lots of kredit to the hotel for the setup.

Það hefur alltaf hentað mér ágætlega að klæðast náttfötum utandyra en á Bali passar það eiginlega enn betur.

Dress: Ella M // Lindex
Skór: Bianco
Eyrnalokkar: … það rigna inn fyrirspurnir á Instagram story hjá mér hvaðan þeir eru en þetta eru sömu eyrnalokkar og ég var með á brúðkaupsdaginn okkar. Keyptir hjá Hlín Reykdal úti á Granda og eru frá merkinu Soru Jewellry

Takk fyrir okkur Puri Santrian Resort.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: GUMMI

Skrifa Innlegg