fbpx

LANGAR: RAKEL TOMAS

FÓLKFRÉTTIRÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Efst á óskalista þessa dagana er verk á vegginn eftir Rakeli Tómasdóttur sem í gær opnaði vefsíðu með dásamlegum teikningum sínum. Ég hef fylgst lengi með þessari hæfileikaríku stúlku og tók hana meðal annars í létt spjall í Stílnum á Instagram hér um árið til að kynnast henni betur.
Rakel er ótrúlega flink í höndunum og hún gerði m.a. letrið á “Konur eru konum bestar” bolina. Ég vildi vita meira um nýju vefsíðuna og teikningarnar og sló á þráðinn til hennar.

Hver er Rakel Tómasdóttir?
24 ára listakona og grafískur hönnuður. Starfa sem Art Director hjá tímaritinu Glamour.

Hvar verða verkin til sölu?
Verkin eru aðeins til sölu í vefversluninni minni rakeltomas.com, en svo er aldrei að vita nema þau verði til sölu einhversstaðar annarsstaðar í framtíðinni.

Hvenær byrjaði listræni áhuginn?
Listræni áhuginn hefur alltaf verið til staðar og í rauninni aldrei minnkað heldur hefur formið sem ég hef unnið með breyst í gegnum tíðina. É g byrjaði að teikna þegar ég var pínu lítil, í grunnskóla kenndi ég mér á photoshop, fór síðan í grafíska hönnun í listaháskólanum þar sem ég kynntist leturhönnun. Í dag næ ég einhvernvegin að einbeita mér að þessu öllu. Svo er mjög gaman að blanda þessu saman.

Aðeins um innblástur ..
Það gefur kannkski auga leið, en mér finnst mannslíkaminn mjög skemmtilegt viðfangsefni. Líkamstjáning og hvernig fólk hreyfir sig veitir mér mikinn innblástur. En einnig hafa samskipti og sambönd mikil áhrif á hvað endar á blaðinu, sérstaklega þar sem nýjustu myndirnar mínar eru yfirleitt tvær manneskjur að blandast saman á mismunandi hátt.

Aðeins um túlkun …
Ég vil frekar leyfa fólki að túlka myndirnar mínar eins og það vill, frekar en að gefa útskýringar á því sem liggur að baki.
Myndirnar hafa flestar einhverja sögu fyrir mér. En það er skemmtilegra að leyfa fólki að sjá það sem það vill og tengja við þær á sinn hátt.

Ein að lokum … Hefur þú alltaf verið svona góð ?!!
Nei auðvitað ekki, mér finnst næstum pirrandi þegar fólk talar eins og þetta séu einhverjir meðfæddir hæfileikar. Þetta snýst allt um æfingu. Ég eyði miklum tíma í að æfa mig og er mjög gangrýnin á eigin verk. Það eru margir sem eru mjög skapandi sem börn en hætta svo að gefa sér tíma í það þegar þeir verða eldri, ég hélt bara áfram.

 

 

Myndirnar eru allar númeraðar og koma í litlu upplagi sem mér þykir mikill kostur – þið munuð því ekki sjá þær á öllum heimilum landsins eins og getur gerst á skerinu okkar góða. Eins og Rakel segir þá vinnur hún mikið með líkamstjáningu og líkamann. Myndinar eru kvenlegar og ég sé miklar tilfinningar í þeim. Verðin eru líka viðráðanleg og því getur þetta verið hentug gjöf. Langar …. Meira: HÉR

Takk fyrir spjallið Rakel og ég óska þér alls hins besta – þú átt framtíðina fyrir þér!

//

I loooove these pictures from the Icelandic artist and designer Rakel Tomas. Her illustrations explores human connection and emotions through manipulation of the female body. Rakel worked together with me and AndreA earlier this summer on our Konur eru Konur bestar collaboration.

 

xx -EG-

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TEAM TRENDNET

Skrifa Innlegg