STÍLLINN Á INSTAGRAM: RAKEL

FÓLKINSTAGRAMSTÍLLINN Á INSTAGRAM

unspecified

Rakel Tómasdóttir er ung kona á uppleið. Ég fylgi henni á Instagram þar sem hún deilir gjarnan sínum bullandi hæfileikum en hún er svakalega klár að teikna og ég á stundum ekki til orð yfir því sem hún skapar. Eftir að hafa fylgst með henni í nokkra mánuði á þessum ágæta samskiptamiðli þá gat ég ekki annað en fengið að forvitnast örlítið um stúlkuna. Pant eignast verk eftir þessa kláru konu einn daginn … þó þau séu nú reyndar ekki til sölu enn sem komið er. Ég held í vonina, þið sjáið hversvegna, hér að neðan –

Hver er Rakel Tómasdóttir?
Þangað til ég útskrifast kýs ég að kalla mig grafískan þræl, þar sem grafískur hönnuður er verndað starfheiti. Annars er ég
nemí í LHÍ,  hönnuður hjá tímaritinu Glamour, fyrrverandi fimleikastelpa, nörd, laumu goth, sem elskar kaffi og innbirðir óeðlilegt magn af súkkulaði

Hvað veitir þér innblástur?
Það getur verið mjög mismunandi, mér finnst mannslíkaminn mjög áhugavert viðfangsefni og hvernig fólk hreyfir sig og hagar sér, hvað það er sem gerir fólk berskjaldað. Annars reyni ég bara að lifa eftir ráðum Grace Coddington: “Always keep your eyes open. Keep watching. Becaus whatever you see can inspire you.”

A eða B manneskja?
A manneskja á sumrin og B manneskja á veturna, ég lifi mig voða mikið inní árstíðirnar.

Hvaða hlut gætir þú ekki verið án?
Ég og fartölvan mín erum mjög nánar … en fyrir utan hana þykir mér mjög vænt um kríu hálsmenið mitt, sem ég er næstum alltaf með.

unspecified-1

Uppáhalds verslun?
Monki

Afhverju Instagram?
All sem ég geri, og bara hvernig ég hugsa, er mjög myndrænt og instagram hentar mér því mjög vel. Svo er instagram líka mjög góður vetvangur til að koma sér á framfæri og skoða hluti sem aðrir eru að gera.

Hvað er á döfinni?
Ég útskrifast úr grafískri hönnun í vor og er á fullu að klára útskriftarverkefnið mitt núna, sem er að hanna letur. (@silktype á instagram) Svo erum við í Glamour auðvitað alltaf að vinna að næsta blaði. Ég held ég hafi aldrei lært jafn mikið á stuttum tíma eins og þetta ár sem ég er búin að vinna hjá Glamour og þá sérstaklega af snillingunum sem ég er að vinna með. Ég hlakka til að geta staðið enn betur þar eftir útskrift.
Annars finnst mér grafísk hönnun fyrir tísku mjög skemmtileg og það á mjög vel við mig svo mig langar að halda áfram á þeirri braut. Það er endalaust af möguleikum og tækifærum út um allt, maður þarf bara að taka eftir þeim.

Takk @rakeltomasd fyrir að leyfa okkur að kynnast þér örlítið betur.
Við eigum alveg örugglega eftir að sjá meira af þessu hæfileikabúnti í framtíðinni.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

ÚTSÝNIÐ

Skrifa Innlegg