fbpx

KRISTIN LILJA – MEÐ DIOR Í DUBAI

FÓLKSTÍLLINN Á INSTAGRAM

Það er ótrúlega skemmtileg saga á bakvið það þegar ég kynntist nýjustu súper-stjörnu okkar Íslendinga í tískuheiminum, Kristínu Lilju. Ég var stödd baksviðs hjá Ganni á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og var að taka upp á Trendnet Instagram story (talaði auðvitað íslensku) þegar ég heyri “ÓMG ertu ÍSLENSK”. Mér brá í beinni en mátti ekki beina símanum að þeirri sem talaði þar sem hún var ein af fyrirsætum sýningarinnar, sem var ekki byrjuð og því mjög strangar reglur að ekki mætti sýna flíkur áður en þær gengu pallana.

Voru einhverjir af lesendum mínum sem hlóuð með okkur af atvikinu? HÉR getið þið séð það aftur.

Ung Kate Moss? Nei .. bara okkar íslenska Kristín Lilja

Ég hafði séð myndir af Kristínu hjá Hildi Yeoman sem hafði notað hana í lookbook en þekkti hana ekki þarna í Kaupmannahöfn. Ég kunni svo vel að meta að hún kynnti sig fyrir mér og byrjaði í framhaldinu að fylgja henni á Instagram. Þar er hún algjör súper stjarna þar sem hún hoppar á milli tískuvikna og tekur þátt í stærstu sýningunum. Hún hefur setið fyrir hjá Kendall Jenner, verið í Vogue, Milk Magazine, gengið pallana fyrir Dior, Kenzo og Christopher Kane svo eitthvað sé nefnt. Á dögunum eyddi hún svo tíma í Dubai með DIOR …. Þetta heitir að vera búin að meika það!

Ung ofurkona á uppleið sem svaraði fyrir mig nokkrum spurningum um lífið og tilveruna – kynnumst henni betur hér að neðan –

Hver er Kristín Lilja?

Ég er 21 árs, fyrirsæta, heimsborgari, laganemi og sporðdreki. Ég starfa sem fyrirsæta í fullu starfi núna ásamt því að vera í lögfræði í HÍ.

Venjulegur dagur í mínu lífi:

Starfið mitt býður ekki endilega upp á mikla rútínu í lífinu þannig að dagarnir mínir eru frekar fjölbreyttir. Þegar ég er úti að vinna þá byrja dagarnir yfirleitt snemma og enda seint. Ég er hvað mest uppteknust þegar það eru tískuvikur í gangi, þá þarf maður stundum að fara á hátt í 10-15 mismunandi staði á dag. Maður sýnir kannski á 1-3 sýningum yfir daginn en þarf samt að fara að hitta aðra kúnna og í mátanir fyrir komandi sýningar. Það getur verið mikið stress en á sama tíma mikið fjör á tískuvikunum.

Hvernig byrjaði ferillinn og hvernig komstu þangað sem þú ert í dag?

Eskimo buðu mér að koma á samning hjá sér þegar ég var 17 ára og eru þau móðurskrifstofan mín enn þann dag í dag. Í fyrra kom útsendari frá NEXT management til Íslands og bauð mér alþjóðlegan samning hjá þeim. Það má samt segja að boltinn byrjaði almennilega að rúlla þegar ég sýndi fyrir Dior í fyrsta sinn því í kjölfarið fékk ég fleiri og stærri verkefni.

Finnst þér instagram hjálpa í þinni vinnu og afhverju?

Já, instagram getur klárlega hjálpað í minni vinnu þó svo að það hafi ekki verið þannig sem ég fékk mín tækifæri. Í tískuheiminum í dag þá nota flestir Instagram mjög mikið og skiptir það því auðvitað einhverju máli að sýna frá þeim verkefnum sem maður tekur þátt í þar. Svo eru náttúrulega auglýsingar mikið að breytast hjá fyrirtækjum þar sem mörg þeirra notast nú við áhrifavalda á Instagram til þess að auglýsa vörur.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í bransanum?

Ég á í rauninni enga fyrirmynd í bransanum heldur reyni ég bara að horfa á hvað aðrar eru að gera vel og fá innblástur frá þeim.

Must have flík í skápinn fyrir vorið?

Þar sem að ég býst við að eyða vorinu mínu á Íslandi þá verð ég að segja hlýr jakki og flott sólgleraugu.

Hvað er á döfinni?

Ég var að koma heim frá Dubai þar sem að ég var að sýna fyrir Dior. Núna er planið að reyna að vera aðeins heima, læra og hlaða batteríin áður en ég held til Tokyo í maí.

——

Gangi þér áfram vel í heimi tískunnar.
Ég hlakka til að fylgjast með þér og hvet lesendur Trendnet til að gera það líka – HÉR finnið þið @kristinlilljas á Instagram

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

LISTRÆNN STJÓRNANDI LOUIS VUITTON HANNAR FYRIR IKEA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Andrea

    11. April 2019

    Nei en gaman ,,, man svo eftir OMG ertu íslensk mómentinu :)
    Ótrulega flott stelpa