fbpx

KONUR ERU KONUM BESTAR VOL2

FASHIONLÍFIÐ

English version below


Uppáhalds vinnuvika ársins er handan við hornið. Konur eru konum bestar vol2 fer í sölu á föstudaginn (21.september) og ég hlakka sko til.

Verkefnið er mér kærkomið en málefnið er eitthvað sem við Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður (og bloggari hér á Trendnet) höfum brunnið fyrir í langan tíma áður en við ákváðum loksins að gera eitthvað í málinu á síðasta ári. AndreA selur íslenskum konum föt hvern einasta dag og lesendur mínir eru að stærstum hluta konur. Það lá því beinast við að sameina kraftana og smita frá okkur með einhverjum hætti til kvenna í kringum okkur. Við fengum með okkur í lið Aldísi Pálsdóttur, ljósmyndara, og Rakel Tómasdóttur, grafískan hönnuð, sem hannaði letrið. Við státum okkur af því að í ár frumsýnir Rakel nýtt alíslenskt letur!

Í fyrra seldust bolirnir eins og heitar lummur og urðu uppseldir alltof fljótt. Við fundum og finnum enn fyrir rosalegum meðbyr frá íslenskum (og erlendum) konum. Þið virðist margar vera að tengja við málefnið sem er svo mikilvægt að minna á.
Þið sem ekki þekkið til þá snýst setningin Konur eru konur bestar um það að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugafari og umtali og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað.

Ég klæddist mínum bol í fyrsta sinn í dag .. svo mun ég spara hann þangað til á föstudaginn þegar ég ætla að klæðast honum í annað sinn með ykkur.


Þó bolirnir séu hannaðir með það í huga að deila áfram mikivægum boðskap þá eru þeir að sjálfsögðu mjög mikið fasjón og við getum svo sannarlega klæðst þeim með stolti og dressað þá upp og niður eftir tilefnum. Í ár ákváðum við að setninguna á hægra brjósti og taka svo fyrir orðið “kona” á bakinu á mismunandi tungumálum. Það kemur svo vel út! Eruði sammála?


Mynd: Aldís Pálsdóttir 

Konur eru konum bestar er góðgerðaverkefni og fer allur ágóðinn í þörf málefni hverju sinni. Í fyrra styrktum við Kvennaathvarfið og í ár völdum við að styrkja Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Menntun er dýrmæt, en kostar líka sitt. Frá árinu 2012 hefur Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur gert yfir 100 tekjulágum konum kleift að stunda nám. Okkur finnst það passa vel að við konur styrkjum aðrar konur til náms og nýrra tækifæra. Við dáumst af þessum sjóð sem veitir efnalitlum konum stór tækifæri sem þær annars hefðu ekki kost á, tækifæri til þess að skína.

 


Bolurinn mun kosta 6.900 íslenskar krónur og afhendist í merktum taupoka. Fystu 200 pokarnir innihalda glaðning frá Essie, Glamour tímarit og Sjöstrand kaffihylki. Bolirnir verða til sölu á viðburðinum sjálfum (seldust upp á fyrsta degi í fyrra) – þannig að það borgar sig að mæta. Vegna fjölda fyrirspurna þá munum við í  ár einnig koma til móts við fólk sem ekki hefur færi á að mæta, býr t.d. erlendis eða úti á landi eða kemst ekki af öðrum ástæðum – bolurinn verður því einnig til sölu á netinu – HÉR.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flestar á föstudaginn!

HVAR: AndreA  // Norðurbakki 1 Hafnarfirði
HVENÆR: 17:00 – 20:00
Léttir drykkir í boði og ljúf stemning !
Meira: HÉR

Og svo ein að lokum: Family photo, tekin af Ölbu!


Verði þér að góðu Gunni ..

//

Me and my good friend (and fashion designer), Andrea, are having a big event this week. It’s a great project which is made to remind women to stick together in their different projects or activities. We want to be role models for upcoming generations and unfortunately it is too normal today that people drag each other down or criticize, especially on the internet.

Our goal is to get people to turn this negative thinking and try to get women to stick together. We did this last year with a great success and will repeat it on Friday this week. We will sell t-shirts with the Icelandic sentence Konur Eru Konum Bestar and the word “woman” in different languages on the back. 

We will donate all of the income to a good cause and you can buy the T-shirt online for 6.990 ISK  – HERE (starting on Friday).

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KÖFLÓTT

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. AndreA

    16. September 2018

    Jesssss
    Hlakka svo til að geta loksins blastað þessum BOL <3

  2. Berglind

    17. September 2018

    Hvenær fer hann í sölu á netinu? :) og er hægt að kaupa bara tösku

    • Elísabet Gunnarsdóttir

      20. September 2018

      Hann fer í sölu á föstudag klukkan 17:00 <3 því miður er ekki bara hægt að kaupa tösku.

  3. sigridurr

    17. September 2018

    Svo fallegur bolur – & boðskapur! xxxxxxx

  4. Pingback: Konur eru konum bestar styrkja Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur – DV

  5. Helgi Omars

    18. September 2018

    Þið eruð svo GEGGJAÐAR <3

    Svo svo svo flottur

  6. Pingback: Konur eru konum bestar styrkja Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur - DV