Í dag er föstudagur sem þýðir þrifdagur hér á bæ .. í lengri tíma hef ég tamið mér það að þrífa vel í lok viku sem skilar sér í glaðari eiginkonu og mömmu inn í helgina. Mér líður best í hreinu húsi en ef ég á að vera alveg hreinskilin við ykkur þá hefur verið erfitt að halda húsi í framkvæmdum í því ástandi sem að ég myndi kjósa alla jafna. En … þetta kemur allt með kalda vatninu, vonandi.
Í samstarfi við Verma.is langar mig að segja ykkur frá frábærum hreinsivörum sem nýlega fóru í sölu hér á landi. Nýtt heimili, nýtt upphaf í hreingerningavörum? Mér sýnist það miðað við spennuna sem við Gunni höfum yfir nýju fallegu sápunum okkar. Við erum komin á Kinfill vagninn og ég skal segja ykkur hvers vegna –
Kinfill eru hágæða hreingerningarvörur frá Hollandi sem eru góðar fyrir þig, heimilið þitt og jörðina okkar. Um er að ræða hágæða, minimalískar og umhverfisvænar hreingerningarvörur sem koma í litlum áfyllingum sem maður blandar við vatn í endurnýtanlega glerbrúsa. Vörulínan samanstendur af fimm mismunandi vörum sem koma auðvitað allar í fallegum umhverfisvænum og endurvinnanlegum umbúðum. Sjáið þessa fegurð –
Við vitum flest að efnin sem notuð eru í fjölmörgum hreingerningarvörum geta verið skaðleg bæði heilsunni okkar og jörðinni. Það sem færri átta sig á er að flestar slíkar vörur eru yfir 90% vatn. Vatn sem er pakkað, dreift, selt og flutt á milli landa. Við það skapast mikill úrgangur.
Takk fyrir mig og gleðilegan þrif föstudag ;)
Meira um málið HÉR
xx,-EG-.
Aðeins um Verma:
Verma.is opnaði í ágúst fyrr á þessu ári. Verslunin leggur áherslu á umhverfisvænar vörur og góða og persónulega þjónustu. Verma keyrir út pantanir daglega á 100% rafmagnsbílum og bjóða uppá gjaldfrjálsa heimsendingu og samdægurs afhendingu á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Allar vörur í verslun eru valdar af kostgæfni og einkennast af gæðum og fallegri hönnun. Kynnist Verma hér: verma.is
Skrifa Innlegg