fbpx

Kertasníkir færir okkur þyrluflug með rómantísku ívafi

TRENDNET

Miðað við hvað ég sit mikið og lengi við tölvuna þessa dagana þá mætti ætla að ég yrði með nokkur blogg á dag en því miður er raunin ekki sú. Verkefnin þessa dagana snúa flest að Trendnet því þar hefur verið brjálað að gera á samfélagsmiðlum eins og þið hafið vonandi orðið vör við. Trendnet trúir á jólasveininn eins og síðustu ár og höfum við því verið með 13 veglegar gjafir til lesenda á samskiptamiðlum.

Eins og allir vita þá er Kertasníkir gjafmildastur þeirra bræðra. Ég elska að gefa upplifanir því þær geta lifað svo lengi og í þetta skiptið er Kertasníkir á sama máli…. þessi jólagjöf er mega spennandi!

Í samstarfi við Norðurflug ætlum við að gefa tveim heppnum þyrluflug sem ber nafnið Heli-Romance og er það pakki sem er tæplega 100.000 króna virði – ég vildi að ég gæti unnið.

—-

RÓMANTÍSKI ÞYRLUPAKKINN:
Þetta er eini pakkinn hjá þeim þar sem þau ábyrgjast einka VIP flug sem er sniðið að pörum með það að markmiði að gera þetta að rómantískri ferð. Flugtak er á Reykjarvíkurflugvelli og er flogið yfir fallegu höfuðborgina og nágrenni. Flugmaðurinn finnur topp af fjalli til að lenda á og skapar þar fallegar aðsæður fyrir parið með glasi af freyðivíni. Eftir þyrluflugið er boðið uppá að framlengja dekrið í Sóley Natura Spa sem staðsett er við flugvöllinn þar sem slaka má á eftir upplifunina.
Þyrluflugið tekur um 30-50 mínútur, 15-20 mínútna útsýnisflug með þyrluflugmanni og 20-30 mínútna lending á fjallstoppi þar sem flaska af freyðivíni er innifalin. Að auki fylgir með gjafakort í Sóley Natura Spa.

—-

Ég hef sjálf farið í flugferð með Norðurflugi og finnst þetta svo frábær hugmynd að gjöf fyrir þá sem vilja hugsa út fyrir boxið. Meira: HÉR

Við ætlum að gefa þennan frábæra vinning á Facebook síðu Trendnets.

HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: IRENA SVEINS

Skrifa Innlegg