fbpx

KÁTT Á KLAMBRA

SMÁFÓLKIÐ

Á morgun, sunnudag, verður kátt á Klambratúni fyrir smáfólkið okkar. Ég var beðin um að deila því með ykkur og finnst það hið sjálfsagðasta mál. Dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til 17:00.

Á svæðinu verða ýmsar uppákomur: Listasmiðjur – Andlitsmálning – Húllafjör – Tattoo bás – Ljósmyndabás – Tombólumarkaður – Kósýtjald með barnanudd kynningu, sögustund og margt fleira. Barnayoga í boði Lóu Ingvarsdóttur, Frikki Dór tekur lagið & Margrét Erla Maack mun standa fyrir barnadisco.

Líklega stærsta barnapartý sumarsins? Æðislegt framtak –

13697007_10153652981158639_2816641085643114581_n

 

Veitingar verða til sölu á svæðinu og á kaffihúsinu Kjarvalstöðum verður hægt að fá sér köku og kakó á sérstöku tilboði í tilefni dagsins. Það er laumukaffihúsið mitt – heimsæki húsið reglulega fyrir einn bolla og góðan anda.

Fjölskyldur sameinist á Klamratúni í stuði, sjáumst þar!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BRR ...

Skrifa Innlegg