fbpx

KASTRUP

DRESSLÍFIÐ

English Version Below


Góðan daginn elsku Ísland og allar vinKONUR mínar sem hér búa. Þið spurðuð svo margar um buxurnar sem ég klæddist í þessari færslu og því ákvað ég að skella í bloggfærslu í símanum á meðan ég sit hér og bíð eftir að Icelandair hleypi mér um borð. Það er svo þægilegt að ferðast frá Kastrup á þessum tíma. Seint og síðarmeir þegar fáir eru á stjá, smá eins og maður sé með verslunarmiðstöð út af fyrir sig. Það er þó vissulega líka hættulegt fyrir budduna. Kastrup er minn uppáhalds flugvöllur og verður bara betri og betri. Áður fyrr heimsótti ég Malene Birger, Royal Copenhagen, Illum Bolighus, Bang&Olufsen, keypti mér tímarit, drakk djús á JOE, lét mig dreyma í Gucci, Hermés og Mulburry. Nú er þar líka að finna FUR Copenhagen, Massimo Dutti, WoodWood, ARKET, veitingastaðinn Lélé og svona gæti ég haldið áfram. Þó ég sé flutt frá suður Svíþjóð þá held ég áfram að fljúga héðan og mikið sem það gleður mig.

Útsýnið þegar þetta er skrifað:

Skór: Bianco, Buxur: Vera Stockholm (fást í Ahléans og mjög næs fyrir lágvaxnar dömur)

Svo sjást buxurnar betur hér. Basic er alltaf best. Hvítur t-shirt við bláar denim hér og helst alla daga ef ég fengi að ráða.

Sjáumst soon, ég hlakka til! Meira: HÉR.

//

I think Kastrup is becoming my favourite shopping center. I spent yesterdays evening there and it’s also the perfect time, you have the shops all for yourself. I love the new additions – ARKET, WoodWood, FUR Copenhagen and the LéLé restaurant. 

Now I am in Iceland for my WOMEN’S project – do you like the t-shirt? You can buy it online this time. White t-shirt and blue jeans always works!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KONUR ERU KONUM BESTAR VOL2

Skrifa Innlegg