fbpx

JÓLA HEIMSÓKN Í MAC

BEAUTYLÍFIÐ

DSCF1074
Ég er algjör amature þegar kemur að snyrtivörum. Þrátt fyrir það fæ ég mjög oft spurningar um mína umhirðu í gegnum bloggið og því um að gera að snúa aðeins við blaðinu hvað þetta varðar. Leggja eitthvað í það að læra aðeins betur.
Ég heimsótti klára stúlku, hana Flóru hjá MAC á dögunum sem að fór með mér yfir þeirra vörur.

DSCF1038 DSCF1044 DSCF1059DSCF1054 DSCF1048 DSCF1049
Á þessum tíma er eðlilegast að fara saman yfir hátíðarförðunina því jólaboðin eru á næsta leiti.
Persónulega finnst mér að jólaförðun megi vera á marga vegu, fari eftir einstaklingum. Fyrir mína parta lá forvitnin í því hvernig að best sé að ná húðinni sem núttúrulegastri en Flóra fór með mér yfir skrefin til þess.

DSCF1064

1. Allar vörurnar hér að ofan fóru framan í andlitið á mér. Flestar eru þær einhvers konar krem eða undirefni sem að vernda húðina. Mér finnst það ótrúlegt því sjálf hefði ég aldrei fattað hvað rakagefandi vörur skipta miklu máli áður en að makeupið sjálft er hafið. Alveg í lokin notaði hún stærsta dúnkinn sem að er rakaspray sem að hún spreyjaði yfir andlitið til að halda förðuninni lengur á eins og hún orðaði það sjálf.

DSCF1070
2. Meik og hyljari voru sett með litlum penslum sem að hún snéri í hringi þegar að það var borið á andlitið.

DSCF1073

4. Það eru margar sem að vilja nýta tækifærið og hafa auka augnhár á þessum hátíðardögum. Við gerðum það ekki í þetta skiptið heldur notaði hún augnháranæringu undir hennar uppáhalds maskara sem að gaf mikla þykkingu og lengingu fyrir mín augnhár. Mér fannst það nóg fyrir minn smekk.

DSCF1050pig4
5. Hingað til hef ég verið með mikla fóbíu fyrir glimmer augnskuggum. Nota alltaf sömu jarðlitina og er þannig save að mínu mati. Þennan Summer Honey glimmer skugga náði hún að selja mér. En vegna húðlitarins þá birtir hann bara aðeins yfir augnsvæðinu. Það sem að er svo gott fyrir mig er að engin skygging eða slíkt var gerð heldur makaði hún augnskugganum yfir allt augnlokið – eitthvað sem að við getum allar gert án gráðu.

DSCF1112
MAC Media Lipstick4

6. Ég er mikið fyrir sterka varaliti og finnst þeir gera mikið fyrir lúkkið. Af því að augnförðunin í þetta skiptið var látlaus þá notuðum við þennan djúprauða lit á móti: Media frá Mac. Það voru strax viðskiptavinir í búðinni sem að tóku eftir honum á mér og ég held að þetta hafi verið rétt val þó að það sé auðvelt að fá valkvíða innan um mikið úrval lita. Þessi fór mér og það gæti verið að einhver annar fari þér.

Þetta var útkoman:

DSCF1090 DSCF1092 DSCF1093

Gleðileg jól!

Vonandi kemur þetta að góðum notum fyrir einhverjar. Ég lærði allavega heilmargt. Þær í MAC Kringlunni virðast vera með vitið fyrir sínum vörum svo þær geta pottþétt aðstoðað ykkur heilan helling meira.

DSCF1095 DSCF1102

Nú er það að prufa sjálf …

xx,-EG-.

LÍFIÐ: TRENDNET MARKAÐUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Berglind

    24. December 2013

    Flott lúkk, hvað hélst förðunin lengi alveg fullkomin? :)

    • Elísabet Gunnars

      24. December 2013

      Það kom mér á óvart að förðunin hélst frekar lengi. Nærmyndin við hvítan vegg er tekin 1 og hálfum tíma síðar óbreytt sem dæmi …